Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 103
RITDÓMAR ekki í þær. „Fræðin“, ef svo má segja, eru komin inn á allt aðrar brautir, eins og spámaðurinn hafi aldrei verið til. En ef það þurfti áannaðborðað styðj - ast við einhvern hugmyndasmið, hefur valið í sjálfu sér ekki tekist illa. Meðan flestir gúrúar sjöunda áratugarins eru nú að hverfa sporlaust inn í það víðáttulausa ríki, þar sem ekki eru einu sinni skuggar á ferð, er Michel Foucault nánast sá eini sem virðist ætla að hjara: menn sýna hugmyndum hans sífellt áhuga og hafa þær að einhverju leyti að leiðarljósi. En því fer samt víðsfjarri að þær hafi hlotið almenna viðurkenningu, og margir þeir sem notfæra sér aðferðir hans í rann- sóknum sínum draga samt enga fjöður yfir það að ýmsar helstu kenningar hans hafi reynst hæpnar og jafnvel alrangar. Þegar svo er í pottinn búið, er í rauninni ekki nema ein leið til að beita aðferðum Foucaults á frjóan hátt, og hún er sú að meta gildi hverrar hugmyndar fyrir sig í beinu einvígi við afmarkað viðfangsefni. En fyrir slíkar rannsóknir er bók- menntasaga eins og þessi þó tæpast rétti vettvangurinn. Hins vegar er hætta á að aðrar leiðir sem virðast fyrir hendi leiði ekki annað en í ógöngur: það er einkum og sér í lagi hæpið að endursegja ein- hverjar af kenningum meistarans franska eins og viðtekin sannindi sem hægt sé umsvifalaust að miða við og há- timbra svo á slíkum grundvelli enn aðrar kenningar. Þótt margt sé harla vel skrifað í kafl- anum um upplýsingaröldina, ekki síst upphafið þegar höf. slæst í för með þeim Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni upp á Heklu sumarið 1750 og sér margt og mikið af þeim sjónarhóli, er því miður ekki laust við að hann villist ofan í þenn- an pytt. Það tæki allt of mikið rúm að fjalla um einstök atriði, en á tvennt er þó rétt að benda. Annað er það sem snýr að lesendum bókmenntasögunnar. Ef á að reyna að endursegja flóknar kenningar Michel Foucaults í nokkrum orðum er mikil hætta á að árangurinn verði marklítill og illskiljanlegur þeim sem er ekki á ein- hvern hátt kunnugur verkum heimspek- ingsins, og eigi þar af leiðandi lítið erindi til íslenskra lesenda. Ég á t.d. erfitt með að sjá hvernig menn eiga að geta skilið hugarfarslýsinguna bls. 50-52 í bók- menntasögunni án þess að þekkja kafl- ann um „prósa veraldarinnar“ í riti Foucaults „Orðin og hlutirnir“, eða þá áttað sig á bollaleggingunum um Don Kíkóta, bls. 147-151, án þess að vita hvaða hlutverk hann hefur í röksemda- færslu Foucaults í sama riti. Hitt er nokkuð víðtækara. Því hefur stundum verið haldið fram, að viðhorf Michel Foucaults gangi þvert á alla sagn- ffæði: hann leitast nefnilega við að skil- greina einhver „þekkingarkerfi“ sem séu á bak við alla þekkingu manna á ein- hverju ákveðnu tímabili og standi gjarn- an öldum saman áður en þau víki fyrir öðru „þekkingakerfi". Þessu viðhorfi fylgja því mjög miklar alhæfingar, full- yrðingar um eitthvað sem á að gilda um ákveðin fýrirbæri í heild á löngum tíma. En fátt er því miður eins vandmeðfarið og alhæfingarnar, kannske geta einhverj- ir meistarar orðað þær þannig að þær hafi eitthvert gildi, en um leið og menn fara að taka þær hver eftir öðrum er voð- inn vís. Þetta má skýra með einu dæmi. Yfirlit um sjálfsæfisögur á upplýsingaröld hefst á inngangi um þróun þessarar bók- menntagreinar almennt, og segir þar m.a. (bls. 115, með tilvísunum í ýmsa kenningasmiði, Foucault og aðra): „Játningar Ágústínusar urðu með tím- anum að lykiltexta ásamt lífssögu heilags Antoníusar sem rituð var um miðja 4. öld. Þessi verk mótuðu ásamt píslarsögu guðspjallanna kristilega sjálfstúlkun fram á 18. öld eins og æfi- saga séra Jóns Steingrímssonar ber vitni um. Þeim fylgdi aragrúi eftirlík- inga sem einkennast af útþurrkun hins persónulega enda kom þróun mið- aldakirkjunnar í veg fyrir veraldlega TMM 1997:2 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.