Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 62
DANIELE SALLENAVE Hugmyndir frönsku byltingarinnar snerust upp í andstæðu sína þegar Napóleon þóttist ætla að hrinda þeim í framkvæmd með vopnavaldi, flytja þær út í glamri frá hermannastígvélum, hurðarskellum, ópum kvenna, blóði. Snillingurinn byggir rétt sinn á réttleysi lítilmagnans, í þessu tilfelli gamallar konu, okurkerlingar, sennilega gyðings. Því miður! Ástæðan fyrir því að Dostojevskí lætur hana vera gyðing er ekki sú að hann vilji vekja aukna samúð með henni, heldur þvert á móti sú að hann vill undirbyggja betur kenningu sína: fórnarlambið verður að vera einskis virði sem slíkt svo að það sé algerlega ljóst að jafnvel í tilfelli sem þessu megi ekki mann drepa. 12. Okurkerlingin enn. Taglið í gulnuðu hári hennar vísar okkur veginn, sveiflast til og frá frammi fyrir augum okkar, alblóðugt. Og Pétursborg með öllum sínum höllum, björt og köld. fskaldir útreikn- ingar valdsins kremja hinn mjúka og máttvana fagnaðarboðskap. 13. Gul þoka yfir Fontanka. Við fórum aðeins of seint í þriðju gönguferðina. Það hefði þurft að fara í hana fyrir þrjátíu árum, inn á milli gömlu verksmiðjanna, styttanna af Lenín, slagorðanna, eða meðan umsátrið stóð yfir, eða enn fyrr þegar heimatilbúnar sprengjur byltingarsinna tifuðu í sardínudósum (Bélyj: Pétursborg). Við reikuðum í áttina að Astoríahótelinu þar sem ekkert er lengur að sjá. Hvorki salinn þar sem Hitler hafði áformað að halda upp á sigur sem aldrei vannst, né herbergið þar sem Ésenín lést. Og guðleysissafninu, þar sem Calasmálið er rakið í atriði með vaxdúkkum, hefur verið lokað. Hvað hefði Diderot, höfundi Nutmunnar, fundist um það? Ég gekk frá Útsýnisstaðnum, þar sem sumar verslanir voru tómar og aðrar fullar af innfluttum varningi, frá bakgörðum glæsilegra halla þar sem gömul Volga beið undir skítugri strigaábreiðu og höfðu dekkin á henni og þurrk- urnar verið fjarlægð; frá styttunni af Púskín þar sem ungir eiturlyíjaneyt- endur rotta sig saman; frá fljótsbökkunum þar sem beitiskipið Áróra blikkar heimskulega og mafian verslar með innfluttan varning, þaðan gekk ég ein og stefnulaust um götur í tunglskininu. Hvar var leiðsögumaðurinn minn? Var ég hætt að leiðsegja honum? Ég fann hann aftur, kaldan og hrakinn, hjá minnismerkinu um þá sem féllu í umsátrinu. Ég fór með hann og bauð honum upp á vodka á búllu í illa upplýstri götu. 60 TMM 1997:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.