Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 119
RITDÓMAR samt er eins og þessi gömlu orð nái ekki almennlega utan um hana. Hún leiðist ekki út í þreytandi nöldur út í dægur- menninguna, sem hefur meiri áhrif á líf okkar en flestir vilja gangast við, þótt Hlynur sé auðvitað kominn út fyrir öll mörk í þeim efnum. Þrátt fyrir tilfinn- ingaleg höft og vanþroska er hugur hans síkvikur líkt og áreitið geri honum ekki annað en gott þegar horft er til þeirrar tilvistarkönnunar sem Hlynur leggur stund á. Það er því afar varhugavert að afgreiða Hlyn sem hálfvita enda er sagan sjálf tvígstígandi gagnvart slíkri túlkun. Hlynur er dæmi um ósérhæfðan endur- reisnarmann á tímum upplýsinga sem veita honum engin svör þótt þær leggi undir sig vitund hans og skynjun. Hann er í senn maður nútímans og Sögunnar þótt hann þoli ekki fortíðina, andhverfa Upplýsingarmanna að því leyti að hann er stútfullur af þekkingu sem nýtist hon- um ekki á nokkurn hátt. Þótt persóna Hlyns sé að miklu leyti runnin saman við yfirborð fjölmiðlanna, hans innri maður sé tökumaður, þá leið- ist honum nútíminn. Hann þrífst hvergi nema í sjálfsskipaðri útlegð frá öðrum mönnum en finnur óþoli sínu ekki raun- hæfan farveg. Sú sifjaffæði siðferðisins sem hann leggur þrátt fyrir allt stund á sannfærir hann um að mannkynið vaxi ekki í samræmi við töffa tækni og vís- inda. Mannleg samskipti eru gamaldags að mati Hlyns, sú viðleitni hans að brjót- ast út úr hálfvelgju góðborgaranna felst í helgibroti sem reynist þegar upp er stað- ið ekki helgibrot heldur hjákátleg bernskubrek fullorðins manns; fitl við stöðumæla og pilluspjöld. Hann líður fyrir brot sín gegn sínu fólki og reynir af veikum mætti að biðjast fyrirgefningar. Sagan hafnar í raun þeirri túlkun Hlyns að mórallinn sé bara eitthvað skrifað með bleki á gulnaðan pappír, að við séum „löngu komin yfir allt þetta gamla“. Því sjálfur lifir hann ekki handan við rétt og rangt; jafhvel á honum hefur páf- inn tak. Hann er sakbitinn og stendur engan veginn undir nafni sem siðleysingi enda er sagan undarlega „mennsk“ þegar öll kurl koma til grafar. Tilvera hans er í senn markalaus og marklaus og gefur engin tilefni til harmleiks; í því liggur ef til vill stærsti harmurinn. Óvitið á sér ævinlega skynsamleg tilefni, ýmist í fóst- urmissi systurinnar Elsu eða óbærilegu matarboði hjá góðborgurum í Garðabæ sem reynir á andófsmanninn svo um munar. Viðbrögð Hlyns við eigin „falli“ og gruggugri öld eru með öllu ástríðu- laus og leiða hvorki af sér fullveldi né nautn. Helgibrot hans eru „marklaus“ enda tekur heimurinn ekki eftir þeim á þann hátt sem til er ætlast: „Ég er aum- ingi. Mér tekst ekki einu sinni að slá í gegn þó ég komi nakinn fram“ (284). Þrátt fyrir tilraun höfundar til að gera Hlyn að ýktri táknmynd fyrir alla þá lág- kúru sem finna má í fari kynslóðar hans er hann of raunverulegur og um leið allt of máttlaus og borgaralegur í sér til að standa undir eigin gagnrýni sem beinist ekki síst gegn honum sjálfum. Hann er ófær um að lifa á „mörkunum“. Þess vegna stendur hann í mynd nútíma- munksins allsnakinn á klausturgólfinu í lok sögu, vel gefinn geldhani nýkominn úr baðkari móður sinnar, gufusoðinn og linur; mennskari og máttlausari en nokkru sinni fyrr. Eins og fýrr segir býður sagan ekki upp á göfgun eða upphefð af nokkru tagi; hún lýsir slitróttri tilvist en sýnir ekki einstakling sem ferst í einsemd sinni í því óskiljanlega ævintýri sem líf nú- tímamannsins er. Sagan skemmtir les- endum sínum með óteljandi samtíma- vísunum og glórulausum tengingum sem eru aðalsmerki á sprellfjörugum þankagangi Hlyns; á yfirborðinu virðist Búdda jafnrétthár Debby Harry, Guð og Tarantino leggja báðir sitt af mörkum til að leiða Hlyn út úr Borgarfjarðar- TMM 1997:2 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.