Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 79
MAÐURINN í NÁTTÚRUNNI
hnííjafnt að heiman og heim á ný að boði Maós formanns; og hví hann þá
ekki líka? íslenskari er ekki hægt að vera í þeim óskaplega vanda að þurfa að
ákveða hverjum beri að ríða fyrstur á vaðið eða hengja bjölluna á köttinn.
Þó verður að harma að ekki kom fram í fjölmiðlum hvort borgarstjórinn æki
sem eiginkona í hvínandi hvelli á morgnana á undan manninum í vinnuna
og hann hjólaði á eftir á bifreiðarhraða eða hvort eiginmaðurinn hjólaði á
undan konunni með hjólreiðarhægð og hún æki þá rólega á effir honum til
skyldustarfa húsmóður sem vinnur utan heimilis í ráðhúsinu. Almennt eru
menn á einu máli um að húsið hafi helst þá kosti sem eru fyrir utan veggi og
glugga þess, enda veiti það útsýni yfir fuglaprúða tjörn, en inni í því verður
borgarstjórinn að anda að sér loftræstikerfislofti í kannski ekki mjög nátt-
úruvænni og þröngri innilokun.
Þá komum við að kjarna málsins. Það hófst á meginlandi Evrópu, við
upphaf endurreisnarinnar á Ítalíu, í tengslum við innilokun og andóf gegn
henni, þegar byggingarlistinni var ætlað öðru fremur það hlutverk að lýsa
manninum, eðli og þörfum hans fyrir útsýni og hreint loft. Þetta átti að koma
fram í dýptinni, eða perspektívinu, sem hafði verið fundin upp bæði í
byggingarlist og málaralistinni. Hinn nýi maður, endurreistur úr myrkri
miðalda á móti sól grískrar fortíðar og ff amtíðar í anda hennar, þurffi á rými
og dýpt að halda, þessu tvennu sem bjó auðsæilega í honum sjálfum,
mannsandanum, og var líka í ríkum mæli fyrir utan hann, úti í náttúrunni.
Hann átti héðan í fr á að geta notið sín í rými, húsinu sem hann reisti og gerði
að friðhelgu umhverfi til að búa þar með kærum mannverum, makanum,
afkvæmum og fjölskyldunni. Stundum undi hann líka lífinu í forgarði og í
þakgörðum innan um skrautblóm og gæludýr, ketti og kjölturakka. Nytsam-
ari skepnur urðu að kúldrast í slæmum útihúsum og þarflegar jurtir látnar
vaxa í kálgörðum en trén undir berum himni. Þannig má sjá að misréttið
hefur ekkert breyst, frá upphafi var aðbúnaðurinn bestur hjá ónytjungun-
um; það á jafht við um dýr, jurtir og menn. Hér verður ekki reynt að spá í
ástæðuna fyrir slíku, þó mun hún vera önnur en afvegaleidd eða villuráfandi
siðferðiskennd í hugmyndaheimi garðyrkjumanna.
Þegar kristnir menn fóru að siðast á jarðneska vísu og hættu að hugsa
einvörðungu um himnana sem upphaf og enda allra eiginleika, fóru að koma
fram á málverkum lýsingar á mönnum og umhverfinu sem þeir búa í að
jafnaði. Hvort tveggja var stílfært; en núna fór að bera þarna á stöku eðlilegu
blómi án þess þó að reynt væri að mynda samfelldan jarðargróður eða heild;
það kom seinna. Um leið fór að hverfa úr listum og hugarheimi manna gullið
landslag himnanna, sem hafði verið hingað til eintóm gylling, svo græðgi og
himnaþörf vaknaði hjá trúarlýðnum. Á fjórtándu öld fara að sjást á málverk-
um afar skipulagðar borgir í svonefndu ævintýralandslagi, reisuleg hús við
TMM 1997:2
77