Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 82
GUÐBERGUR BERGSSON
að sálir mannanna fínna hver aðra í kossi, hvort sem verurnar eru hugar-
burður eða holdi klæddar. Eins áttu sálir manns og náttúru í hugmyndum
seinni tíðar að sameinast ef menn umgengjust umhverfi sitt með sama hætti
og hugarfari og þegar fólk kyssist. Dýra listin að kunna það að unna öðrum
hugástum, sú uppgötvun í tilfinningalífínu var helsta forsendan fyrir því að
hægt væri að bera eitthvað svipað ástarhug til þess sem við köllum náttúru,
án þess að ganga með henni upp að kristna altarinu og eignast erfingja eða
afkvæmi úr holdi sem er hey en með anda sem hverfur að launum til himna
þar sem ríkir hagfræði guðs: gildið felst í gildisleysi hlutanna. Nú átti jarðlífið
að líkjast ljúflingskossi manns og náttúru.
Á fimmtándu öld förum við að sjá í ítalskri list sameiginlegar frásagnir
um menn og dýr í nokkurn veginn óstílfærðu og eðlilegu landslagi. Jörð og
náttúra eru ekki efnið tómt eða óskapnaður heldur líka andlegs eðlis. Lífið,
tilveran og náttúran eru gædd táknum, dulúð, dýrin líka, og listamenn fara
að sjá og skrifa bækur um hliðstæður með dýrum og mönnum, maður með
arnarnef hefúr t.d. sama eðli og örninn.2 í öllu þessu eru ótal óaðskiljanleg
atriði, þetta þarf að rannsaka, láta eðli hvers og eins liggja í augum uppi og
kannski útrýma því jafnframt með þekkingunni. Goðsagan um þekkinguna,
sem hefur sjálfsagt alræðisvald yfir lífi okkar og eðli náttúrunnar, var að stíga
sín fyrstu spor. Þannig hófst sigurganga þess sem hefur orðið að bjánatrú á
vitið og verk þess, oftrúin á gáfurnar, og innan skamms - því nokkrar aldir
eru skammur tími - fóru flestir að halda að skólaganga sé allra meina bót.
Ef eitthvað er að hjá manni, þá stafar það af því að hann hefur ekki setið
nógu lengi á skólabekk og hlustað á menn sem hafa lokið prófi. Ef þér líður
illa hefurðu annað hvort ekki tekið próf eða ekki nógu gott próf. Svo nú þarf
stúdentspróf til alls. Án þess kemstu ekkert nema kannski í Smuguna, til að
vera innilokaður þar í þröngu umhverfi skips og koma grátandi heim. Og
þegar horft er á þessa taugarúst er sagt: Svona er komið fyrir sjómanninum
því hann lauk ekki stúdentsprófi.
Fram að algera helvíti prófa og skólahjátrúar nútímans eru í listum og
menningu Evrópu til sögur af fólki og dýrum í góðu gengi, hverju innan um
annað. Fólkið gleðst í samfélagi þeirrar listar sem heitir samræða, það ýmist
dansar eða þrælar innan um blóm og gróður, kletta og fjöll. Þeir sem hafa
náð forgangsröðun í samfélaginu og komist hæst fara líka að matast á
listrænan hátt til þess að njóta og halda betri heilsu, fá fallegra útlit og meiri
kyngetu. Forgangsmenn finna nú unað í hæfilegu áti, með hliðsjón af
líkamanum og andlegu atgervi og kyngetu. Það er þá sem Leonardo da Vinci
leggur ffá sér penslana, fer að starfa á krá og semur síðan matreiðslubók.3 í
henni segir hann á einum stað að Pietro Monti mæli með því að láta eistu
80
TMM 1997:2