Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 78
GUÐBERGUR BERGSSON satt þegar sagt er, að einhver sé svo vitlaus að hann geti ekki dáið, vitið drepi suma, gamalmenni yngist, missi þau minnið og lifi endalaust til þess eins að tæma ríkiskassann en gáfnaljós verði ung elli og skalla að bráð. Sá er munur á manni og náttúru að náttúran hefur enga hugmynd um sjálfa sig eða möguleika sína, að hún hafi rétt til að njóta náttúrusæmandi munaðarlífs, hvort sem hún er á köldum útkjálkum, miðsvæðis eða í frurn- skógum. Þess vegna rekur jarðargróðurinn hér t.d. enga ferðaskrifstofu og býður heyvænu grasi sumarleyfi sér til hvíldar í paradís, þótt það væri eðlilegt, rökrétt og gott fyrir væntanlegt fóður, svo ekki sé talað um afkomu bænda. Aftur á móti hefur maðurinn ótal réttar en miklu fleiri rangar en öðru fremur háleitar hugmyndir um sig, náttúruna og paradísarlíf. Hann heldur ráðstefnur þar sem alvarlegir menn fjalla af lærdómi og þekkingu um það hvort hafið og huldar lendur séu sameign eða í nýtingu á fiskimiðunum eigi kommúnismi að ríkja. Á öðrum gæti verið fjallað um eitthvað jafn fáránlegt og það, hvort andrúmsloftið sé eign alls mannkynsins eða rétt að koma á öndunarskatti svipað og auðlindaskatti, áður en ósonlaginu hefur verið eytt og hverjum muni þá leyfast að anda að sér fyrsta flokks loffi, annars flokks eða menguðu og óhreinu lofti. Aftur á móti koma ósérfróðir saman á sjálfsstyrkingarnámskeiðum fýrir konur eða yfir kaffibolla, til að ræða um það, hvert eigi að fara í sumarleyfinu til að fá á húðina þann brúna lit, sem endist í hálfan mánuð eftir heimkomuna, og kaupa í leiðinni ódýrari nærföt en þau sem fást í Hagkaupum og endast í mánuð. Það eru hvorki til óyggjandi rök gegn því að fólk hafi rétt til að lifa þannig né að þetta sé beinlínis rangt. Allt er þetta fyrirtak hvað varðar andlegt umhverfi mannsins, en dýrkeypt fyrir hann og náttúruna, fánýti ágætisins er næstum algert. Engu að síður er fánýtið á rökum reist og verður rökrétt jafnvel eftir að rökunum hefur tekist að eyða með rökum öllu öðru en rökunum, eins og Chesterton mun hafa sagt á prenti. En nú vaknar dæmigerð íslensk spurning til varnar hafi, loffi, heimi og manni: Hverjum er skylt að ríða á vaðið og hætta t.d. að nota þau rök að öllum sé frjálst að kaupa brúnan lit með þriggja vikna endingu á hörundið fyrir hundrað þúsund krónur? Hverjum er skylt að hætta fyrstur manna að aka á ósónlagseyðandi bifreiðum? Eiga konur að ganga fram fyrir skjöldu eða karlmenn? Þar mun hnífurinn standa í ákvörðunartökunni, af því ekki eru allir eins orðheppnir eða hafa sama skopskyn og borgarstjórinn í Reykjavík á bíllausa deginum, þegar hún réttlætti mikla bílanotkun sína með þeim sögðu rökum að eiginmaðurinn væri daglega á reiðhjóli fyrir hana. Síðan kom í ljós það sem gerði bakslagið og það mun eflaust minnka fylgið við flokk hennar: eiginmaðurinn hafði ekki valið þann kost af fúsum og frjálsum vilja að vera hjólreiðafíkill, heldur hafði hann lært í Kína og þar hjóluðu allir 76 TMM 1997:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.