Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 59
BLIKUR Á LOFTl í PÉTURSBORG
hinn rússneska veruleika eins og hann lítur út í dag. Úrvinda, óður af bræði,
búinn að vera.
Harðstjórarnir geta því leikið lausum hala í þessu rökkri brostinna vona.
Skelfileg öfugþróun. Svik við það sem Mandelstam kallaði „stórkostlegt
loforð til handa Þriðju stéttinni“. Upplýsingin sagði: mennirnir geta haft
algera stjórn á eigin örlögum. Sá sem valdið hefur segir: ég get allt, get
ráðsmennskast eins og ég vil með örlög fólks. Stundum án samþykkis þess,
en stundum með því.
Enn einu sinni kaus þessi tálsýn að setjast að í Pétursborg: Pétursborg,
borg sem sífellt tekur nafnskiptum: Petrograd, síðan Lenín-grad,
Lenín-borg, og aftur Petersburg, Pétursvirki.
7.
í sjötíu ár reyndu Rússar árangurslaust að sameina þau tvö gersamlega and-
stæðu form sem maðurinn notar í glímunni við sjálfan sig, frelsi sitt, sögu sína.
Annars vegar að láta draum rætast, hinn mikla evrópska draum: að vaxa
og dafna sem einstaklingur í frjálsu samfélagi frjálsra manna.
Hins vegar að halda áfram að láta sig dreyma í hinum langa asíska svefni:
blandast samfélaginu og rækta hlutverk sitt sem maður á þann hátt.
Hvaða sturlun, hvaða fólska olli því að reynt var að blanda þeim saman?
Héldu menn ef til vill að vonir hins fyrrnefnda myndu rætast í hinu síðar-
nefnda?
Diderot leit svo á, löngu á undan Marx, að hægt væri að skilja náttúruna
(og ná tökum á henni), að heimurinn vœri í eðli sínu breytanlegur.
Hinn rússneski maður lítur svo á heimurinn sé óbreytanlegur í eðli sínu.
Að allar breytingar þurfi að knýja fram, þar með taldar þær sem miða að því
að gera manninn hamingjusamari. (Sbr. Pétur mikla. Hundrað þúsund
manns féllu til þess eins að reisa Péturs- og Pálsvirkið!)
Pétursborg: gluggi sem veit í áttina að Evrópu? Hann er öllu heldur opinn
inn í líkama, inn í blóð Rússa.
8.
Blekkingin er dauð, skrímslið er aftur orðið tvískipt. Þess vegna tekur
rússneski kommúnisminn ekki Upplýsinguna með sér í fallinu.
Fall kommúnismans hefur þvert á móti þau áhrif að menn hætta að setja
Upplýsinguna í samband við alræðishugmyndir hverskonar; í samband við
dýrkun á öflugu valdi sem þykist þjóna lítilmagnanum; fall hans skilar
TMM 1997:2
57