Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 102
RITDÓMAR ur komið höfundunum að góðum not- um, kaflinn um Jónas Hallgrímsson ber þess merki að það er einn af útgefendum ritsafns Jónasar (1989) sem um hann vélar (í erlendum ritum af þessu tagi hefði verið birtur listi yfir höfunda verk- sins með upplýsingum um feril þeirra, rannsóknir og slíkt, og er skaði að þeirri venju skuli ekki hafa verið fylgt hér), og þannig mætti halda áfram mjög lengi. Allt þetta eykur mjög á gildi verksins og gerir að verkum, að það er góður vitnis- burður um yfirsýn manna yfir sögu ís- lenskra bókmennta eins og hún getur best orðið í lok 20. aldar. Við þetta má bæta, að bókmenntasagan er mjög al- hliða, og eru ýmsu gerð góð sldl sem hefur ekki alltaf þótt fínn litteratúr, þótt það hafi leikið sitt hlutverk og sé kannske ekki eins ómerkilegt og menn hafa vera látið, t. d. reyfaraþýðingum og slíku. Hér gæti í raun og veru staðið amen eftir efninu, með þeim ummælum að lokum, að þessi bókmenntasaga hljóti nú framvegis að vera nauðsynlegt uppfletti- rit fyrir alla þá sem á annað borð lesa íslenskar bækur. En það reynist gjarnan erfitt fyrir nöldursegg að hætta að leita að fölnuðu laufblaði fyrr en hann finnur það, og því kemur það sennilega engum á óvart að gagnrýnandi vilji huga betur að því hvaða skil meginefni þessa bindis séu gerð. Það má nefnilega líta svo á að þetta þriðja bindi bókmenntasögunnar eigi ekki aðeins að fjalla um ákveðið tíma- skeið, „hina löngu nítjándu öld“ eins og útgefandinn orðar það, heldur standi höfundarnir einnig frammi fyrir „vanda- máli“ eða verkefni sem þeir þurfi að taka til athugunar og sé ólíkt því sem var á dagskrá í fyrri bindunum. Kjarni málsins er sá, að á þessu tímabili gerbreytist staða íslenskra bókmennta við það að þær verða hluti af vestrænni bókmenntahefð og menningarlífi og mótar það viðhorf fslendinga ekki aðeins til tungunnar og menningararfsins heldur einnig til rit- starfa og skáldskapar af öllu tagi. Á þessu eru ýmsir angar. Annars vegar gerist það að erlendis uppgötva menn nú forníslenskar bókmenntir, finna þeim nýjan stað í evrópsku menningarlífi. Þetta skiptir meginmáli fyrir fslendinga, a.m.k. ef það er satt sem sumir hafa hald- ið fram, að þjóðir sem hafa gengið í gegn- um hnignunar- og niðurlægingaskeið eigi gjarnan erfitt með að meta sinn eigin menningararf að verðleikum og ávaxta hann nema útlendir menn fari að sýna honum áhuga. Hins vegar leiða þessi nýju tengsl til þess að íslenskir höfundar verða í síauknum mæli fyrir áhrifum af vestrænum bókmenntum og flytja inn bókmenntaform sem eldd voru áður til, leikrit, smásögur og skáldsögur. Um þetta nýja samhengi verða þeir nú að fjalla sem rita bókmenntasögu þessa tímabils, og geta þeir t. d. ekki komist hjá því að líta á þróun vestrænna bókmennta á sama tíma og samspil íslenskra og er- lendra bókmennta, og einnig að taka af- stöðu til þess hvernig fræðimenn hafa sett sögu þeirra fram, hvaða kenningum þeir hafa haldið fram. Frá því er skemmst að segja, að þetta meginvandamál er hvergi skilgreint í heild sem slíkt og fara höfundar misjafn- ar leiðir til að takast á við það. f kaflanum um upplýsingaröldina, sem er grund- völlur alls þess sem á eftir fer, er sú stefna tekin að byggja mjög á hugmyndum ým- issa kenningasmiða og ber þar hæst Michel Foucault, þannig að ekki er of- mælt að andi hans svífi allvíða yfir vötn- unum og víðar en nafn hans er nefnt. En það er nú svo að slíkum vinnubrögðum fylgir jafnan nokkur áhætta. Eitt af kynjafyrirbærum nútímans eru tísku- bylgjurnar sem ganga þannig yfir að fyrst er einhver höfundur hafinn langt upp fyrir skýin og nánast talinn innblásinn spámaður, þannig að hver sá sem fetar ekki sem nákvæmast í fótspor hans er talinn álfur út úr hól, en svo, kannske aðeins fáum árum síðar, fellur spámað- urinn af stalli, hugmynda hans sér hvergi stað og það er jafn sprenghlægilegt að vitna í þær eins og það var áður að vitna 100 TMM 1997:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.