Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 105
RITDÚMAR menn sem sé, að til þess að hafa eitthvert raunverulegt gildi þyrftu allar æðri bók- menntir að hlýða ströngum og algildum reglum, sem byggðust á skynseminni sjálfri og væru því jafn bindandi og regl- ur stærðfræði eða rökfr æði, enda snerust bókmenntir ekki um einhverja einstak- linga heldur um Manninn í sjálfu sér, eilífan og óbreytilegan, ákveðnar mann- gerðir hafnar upp fyrir stað og tíma, og ættu að segja einhver algild sannindi um þær. Það var almennt viðurkennt að Grikkir og Rómverjar hefðu fundið þess- ar reglur, eins og þeir höfðu lagt grunn- inn að rökfræði, og þannig lyft bók- menntunum upp úr „villimennsku", en spurningin var nú sú hvort þeim hefði auðnast að fylgja reglunum sjálfir að öllu leyti eða hvort nútímamenn hefðu orðið fyrstir til þess. Til þess að átta sig á þessum deilum er nauðsynlegt að vita, að þessar „reglur" byggðust að sumu leyti á undarlegum misskilningi á fornbókmenntunum og aUs kyns fordómum og þröngum smekk manna á þessum tíma. Þeir sem réðu ferðinni í þessum efnum voru t.d. svo forsnobbaðir, að þeir töldu að það bryti í bága við aUar reglur bókmennta, svo og bæði reglur skynsemi og velsæmis, að segja ff á vinnandi fólki í æðri bókmennt- um (gamanleikir gátu verið undanþegn- ir frá því). Það var erfitt fyrir „nútíðar- sinna“ að ráðast á latneskar gullaldarbókmenntir sem voru grund- völlur menntunar og hver og einn menntamaður gat lesið á frummálinu, og þess vegna beindu þeir geirum sínum fremur að Hómer sem var mönnum fjar- lægari og þeir urðu að lesa í mismunandi góðum þýðingum. Og hvað var það ekki sem blasti við lesendum í 6. þætti Ódysseifskviðu: þar segir frá því að Násíka fór niður að sjó ásamt þjónustu- meyjum sínum til að þvo þvott. Prinsessa að vinna! Hvílíkt smekkleysi og rudda- skapur! Hvernig gátu nú „fornaldarsinn- ar“ svarað þessu? Það gátu þeir alls ekki. Þeir reyndu að vísu að halda því fram að stúlkurnar hefðu alls ekki verið að þvo, heldur farið niður að sjó til að skemmta sér og borða úti, en það dugði skammt, textinn er alveg ótvíræður. Hvað kemur þetta fslendingum nú við? Ljóst er að miðað við þessar reglur, sem kenndar voru við algildan smekk, voru íslenskar fornbókmenntir ekki annað en villimennska. Um það hlutu allir að vera sammála, hvort sem þeir voru „fornaldarsinnar“ eða „nútíðar- sinnar“. Þar eru konur nefnilega ekki að- eins að þvo þvott heldur líka að sauma skyrtur, og karlmenn að bjarga heyjum undan rigningu, aka skarni á tún og gera annað slíkt sem særði gróflega velsæmið á 18. öld og jaðraði við klám. Þessar ís- lensku bókmenntir, þar sem heita má að allar reglur væru þverbrotnar á hverri síðu, gátu því varla haff nokkurt gildi nema þá sem sögulegar heimildir, enda voru það einkum fornfræðigrúskarar sem sýndu þeim áhuga, og ef menn þýddu einhver sýnishorn úrþeim á aðrar tungur reyndu þeir að sveigja þær sem mest að hinum „algilda smekk“. Það gat ekki á nokkurn hátt talist til verðleika að hafa varðveitt það tungumál sem þessi samsetningur var skráður á. Og „íslensk þjóðernissérkenni“ gátu heldur ekki ver- ið annað en sérviska - villimannleg frá- vik frá „Manninum í sjálfu sér“. En vitanlega voru ekki allir sammála, og uppúr þessum „deilur fornaldarsinna og nútíðarsinna“ hófst síðan andóf gegn þessum „algilda smekk“ sem var mun róttækara en nokkuð sem hafði áður komið fram. Menn komust á þá skoðun að hann væri fyrst og fremst smekkur franskrar yfirstéttar og „Maðurinn í sjálfu sér“ ekki annað en franskur aðals- maður á tímum Lúðvíkanna. Andófið varð því sterkast í norðurhluta Evrópu, þar sem það var þáttur í andspyrnu gegn þeim frönsku áhrifum sem verið höfðu ríkjandi í álfunni um langt skeið. Á þeim slóðum fannst mönnum að söguhetjur og stíll þeirra æðri bókmennta sem fylgdu reglunum væru þeim fr amandi og TMM 1997:2 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.