Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 88
GUÐBERGUR BERGSSON hans. Og við höfum venjulega enga hugmynd um hvað í ósköpunum við erum, kunnum ekki að skilgreina okkur, hvorki sem einstaklinga né þjóð, nema á einhvern jafn fáránlegan hátt og það að segja: Við erum þjóð í landi á mörkum hins byggilega heims. Þegar stór hluti heimsins er miklu óbyggi- legri en ísland; meira að segja sum hverfi í New York eða í París eru óbyggilegri en Hornstrandir. Ein afleiðing af svipuðum andstæðum, í ytra og innra lífi okkar, varð til þess að bifreiðin hér er ekki það sem hún er, farartæki, heldur aukabústaður eða samkomustaður fyrir fimm og fjórir af þeim eru drukknir um helgar. Með bílnum fengum við einn gluggann í viðbót, hreyfanlegan á hjólum, til að horfa út um á heiminn. Tengsl okkar við náttúruna felst stundum helst í því að kaupa rándýran galla og háfjalla- búnað, taka bílinn sem kostar milljónir til að nota litla, slaka fegurðarskynið út í sveit og horfa á landslag frá skífu með fjallanöfnum á útsýnisstöðum sem hafa verið ákveðnir af Ferðamálaráði. Að öðrum kosti dytti fáum í hug að líta í kringum sig, síst í venjulegu umhverfi. „Til þess eru skífurnar að taka mark á þeim og vita af hverju maður á að vera hrifinn,“ eins og fólk segir. Það er orðið stöðutákn að ferðast um hálendi landsins. íslensk náttúra eða landslag hefur verið í hugum flestra aðeins uppi á öræfum. Það á að vera rándýrt og erfitt að njóta hennar og bara á færi landmælingamanna og aukýfinga á torfærubílum. Svo gerir það menn ennþá meiri ef þeirra hefur verið leitað í ferðinni af björgunarsveitamönnum og eytt í það milljónum. í þessu úrkynjaða viðhorfi er byggilegt land bara bölvað grjót og hollast að vaða á það með jarðýtu, svo hægt verði að búa til flatlendi, sá grasfræi í það og hafa fyrir fótboltavöll. Nú er þetta viðhorf örlítið að breytast: öræfin og hálendið eru ætluð fyrrnefndum en auk þess erlendum ferðamönnum og ekki síst skipulagsfræðingum. Hálendið „er komið á teikniborðið“, eins og það er kallað. í athugun er að skipta því niður í svæði eftir höfði fræðinganna. Kannski verður ákveðið að í náttúru íslands verði að ríkja eins konar stéttaskipting. Viljum við lifa sem þjóð í umhverfi sem er hvarvetna skipulagt, þurfum við að taka innra umhverfi okkar, íslendingseðlið, til rækilegrar athugunar. Okkur er skylt að færa það í mannsæmandi horf, taka hugsunina í gegn og henda reiður á henni, skilgreina hana, ekki með hrópum heldur lítillæti. Við verðum að athuga atvinnumöguleika þjóðarinnar, ekki í æsifregnastíl, ekki bara með því að þykjast finna stöðugt upp ný undraefni eða boða komu þeirra með fagnaðarerindi eins konar nýs messíasar málmsteypu á Grund- artanga eða stunda heimatrúboð á sviði efnafræðinnar eða umbyltingu erfðavísanna eða taka trú á farsíma og tölvu uns „nýjustu rannsóknir11 leiða í ljós að konur missa fóstrið við notkun alls þessa. Þá kemur annað fóstur- 86 TMM 1997:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.