Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 58
DA NIELE SALLENAVE lestarstöð, þar sem styttan af honum stendur (er hún þar enn?) þar sem hann trónir uppi á brynvörðum vagni og krækir fingri í vestið; brátt fær borgin annað nafn. Síðan skellur stríðið á og myrkur leggst yfir borgina: umsátur Þjóðverja kostar 400.000 mannslíf... Og nú allt á öfugum endanum: mafían, allt í niðurníðslu, vesöld og breitt yfir allt saman með því að taka aftur upp gamla nafnið: Pétursborg. Borg Péturs eða klettaborg? 5. Rússland og Upplýsingin. Fyrsta tilgáta. Þetta eru tvær algerlega ósættanlegar andstæður: Rússland og allur hinn slavneski heimur fór.á mis við Upplýsinguna, hann gekk hvorki í gegnum siðaskiptin né endurreisnina. Þar er ekki hægt að ímynda sér frelsi í þeirri evrópsku merkingu að öðlast sjálfsforrœði í réttarríki, þar sem stofnanir njóta frelsis. Enda sýnir sagan að Rússar hafna stöðugt „Vesturlöndum". Það kemur fýrst fram í afstöðu þeirra til þýskra áhrifa - Pétur var raunar „þýskur“, hljómurinn í fýrra nafhi borgarinnar gefur það til kynna - en í hinu ódauðlega verki Gontsj arovs hafhar Oblomov bæði vinnu og aðgerðum, sem hvort tveggja var holdgert í Þjóðverja, Stolz að nafni. „Stolz“, hinn stolti: þess konar stolt, stolt manns sem vex og dafnar innan samfélagsins í þess þágu og sjálfs sín, er alger andstæða hinnar rússnesku samkenndar, þess anda sem býður mönnum að vera hluti af heiminum. Oblomov er hvorki slavavinur né trúarleiðtogi. í augum „Þjóðverjans“ er hann letingi, í augum hins vestræna manns er hann viljalaust úrhrak. En það er alrangt, hann er Rússi: umhverfis hann svífur æskan, og ljúf sál slavnesks rétttrúnaðar, samúð með minni máttar, smælingjum, öllum sem eiga bágt. Síðar meir á „vísindalegur sósíalismi“ eftir að brjóta upp dyrnar að Rússlandi á jafn ofstopafullan hátt og Pétur opnaði gluggann í vesturátt. Er þá vita vonlaust að sætta þessa tvo heima? 6. Og þó má á vissan hátt segja, og það er önnur tilgátan, að sátt hafi komist á, með valdi; hún hét meira að segja tilteknu nafni: rússneski kommúnisminn. Rússneski kommúnisminn er skrímsli, tálsýn. Höfuð hans er vonir Upplýs- ingarinnar (það verður að breyta heiminum) og líkami hans asískur doði (það er ekki hægt að breyta heiminum). Hrákasmíð sem hefur getið af sér 56 TMM 1997:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.