Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 38
JÓN YNGVI JÓHANNSSON unga Péturs sem fremur glæpinn verður þess vegna meiri í ensku gerðinni. Pétur gerir sér grein fyrir því hvað glæpurinn er lítill og hann sjálfur hégómlegur. Þegar þessi íróníska afstaða til glæpsins helst í hendur við kaldari og beinskeyttari stíl verður Pétur örlítið frábrugðinn þeirri persónu sem birtist í íslensku sögunni. Hann er laus við hinar meyrari hliðar sem birtast m.a. í tilhneigingu til ljóðrænu, og hann gerir sér að því er virðist grein fyrir því að líf hans er byggt á sjálfsblekkingu. Um leið breytist staða sögulokanna eða afhjúpunar Péturs. Þegar í ljós kemur að afleiðingar glæps- ins urðu engar er það aðeins staðfesting þess sem bæði lesandann og Pétur hefur grunað. Það verður því ekkert fall, heldur miklu fremur staðfesting á því að Pétur er á sama plani og aðrir, þótt hann sé illmenni þá er hann að mörgu leyti misheppnað illmenni og þess vegna verður samúðar lesandans. Munurinn á viðtökum á fslandi og í Bandaríkjunum hefur að geyma dæmi um þessa breytingu á viðhorfi lesanda til Péturs, þótt auðvitað verði hér að gera fyrirvara um einstaklingsbundinn lestur einstakra gagnrýnenda. Brad Leithauser segir í New York Review of Books: Hann kemst að þeirri niðurstöðu að allt líf hans hafi verið byggt á „blekkingu“. Og nú loksins virðist Peterson, sem hefur alltaf hreykt sér af því að biðja aldrei um ölmusu, vilja samúð okkar. Það er til marks um listræna leikni í sögu Ó.J. Ólafssonar að við erum fús að veita hana.16 Árni Bergmann sagði hins vegar í Þjóðviljanum þremur árum áður: En nú er komið að skrýtnum hlut og varasömum: sögusamúðinni. [...] við sjáum Pétur Pétursson aldrei í neinum þeim ham, sem gæti fengið okkur til að trúa því að eftirsjá væri í piltinum. Við erum með ýmsum hætti leidd að þeirri niðurstöðu að hlutskipti hans sé sjálf- skaparvíti - og rétt mátulegt á karlhelvítið! Við erum of sátt við hans auma líf.17 Þeir virðast ekki vera alveg sama persónan, Pétur Pétursson aðalsöguhetja Fyrirgefningar syndanna og Pétur Pétursson aðalsöguhetja Absolution. Sá síðarnefndi er bæði flóknari, hlægilegri og viðfelldnari persóna. Niðurlag Hér að framan var vikið að því að um margt minnti Fyrirgefning syndanna á 19. aldar raunsæi, og ég er langt í frá einn um að nota þá samlíkingu. Seilst hefur verið til samlíkinga við Dickens, Dostojevskí og Strindberg til að lýsa aðferð verksins. En það er einnig önnur bókmenntagrein á sveimi í Fyrirgefn- 36 TMM 1997:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.