Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 86
GUÐBERGUR BERGSSON eða á renniböndum til að komast á jafn réttan kjöl og aðrir í veröld þar sem allir eru jafn samkeppnisfærir, án þess að spyrja: Verði allir jafn færir og vörur jafn góðar, eiga menn þá að kaupa þær með bundið fyrir augun og láta tilviljunina ráða hvað þeir láta jafn góða vöru í körfuna? Er tal um jöfnuð í þessu álíka mikið málæði og annað málæði og til þess gert að koma stöðugt sama fólki til valda en undir nýjum nöfnum svo breytingarnar tryggi það eitt að ekkert breytist þrátt fyrir stöðugar breytingar? Eitt sinn í kreppunni eftir 1930 kom til Grindavíkur ffægur rithöfundur sem fékk sér heilsubótargöngu effir matinn, skokkið var ekki komið. Hann kom þá að barnaskólanum og heyrði sálmasöng. Þarna fór ffam barnaguðs- þjónusta. Rithöfundurinn óð inn í miklum ham og ákvað að kveða niður með háði og rökum trúna á guð og boða nýjan sannleika, trú á hinn vísindalega sósíalisma. Effir sönginn sagði hann: Þið lofið alhliða getu guðs? Auðvitað, svöruðu kerlingarnar. Það hefur okkur verið kennt ffá barn- æsku. Getur guð þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki loftað honum? spurði rithöfundurinn sjálfumglaður og hélt að hann hefði rekið kerlinga- greyin á stampinn og þær sæju með einföldu rökdæmi að guðstrú er jafh fáránleg og að halda að Oliver Lodge fari ekki með lygi, sjálfur hugðist hann nota kerlingarnar í sanna ádeilusögu og sannfæra lesendur um ágæti sitt sem ósvikið sagnaskáld. Nú beið rithöfundurinn í ofvæni og horfði glottandi á kerlingar standa á gati. Þá svaraði ein þeirra: Ekki er hægt að tala um getu hjá guði. Getan og getuleysið eru hjá okkur mönnunum. Ef guð hefði áhuga á grjóti mundi hann lyffa steininum án þess að lyfta honum. Komdu með gild rök fyrir þessu, bað rithöfundurinn. Þetta gerist á sama hátt og guð lætur mann deyja án þess að við deyjum, svaraði kerlingin. f dauðanum felst eilíft líf. Heiminum og trúnni verður ekki breytt með grjótburði guðs eða öðru í verki hans, en þú ert auðvitað frjáls að gera við okkur, kerlingarnar, hvað sem þér þóknast í skáldskap. Þannig var greind kerlinga í Grindavík. Þær létu náttúruna í friði, í samræmi við eðli þeirra sjálfra og hennar, nema í kál- og kartöflugörðum; þar pældu þær mold eða stungu upp og blönduðu í hana þara. Einhver algengasta hugmyndavillan sem við íslendingar höfðum og höf- um jafnvel enn er sú að við séum náttúrubörn og okkur meðfætt að vera úti í náttúrunni og virða hana. Það hefur ekki alltaf verið ljóst hvað náttúrubarn er, stundum gæti maður haldið að það sé að koma fram sem einfeldningur eða vaða uppi í skýjum og sjá ekki til jarðar. Oftast virðist það samt merkja að við séum saklausir, jafnt sem einstaklingar og þjóð, að engum stafi hætta 84 TMM 1997:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.