Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 20
RÚNAR HELGI VIGNISSON Um leið var engu líkara en klukka slægi djúpt innan í mér; hvaða klukka sem það hefur verið, klukka kynslóðanna kannski, eða sjálf íslandsklukkan að kalla mannn til lífsins. Annað skildi ekki á milli. * Það eru þá bölvuð óhljóðin í þér, maður, sagði vaktmaðurinn. Mátti ekki tæpara standa, búinn að orga úr mér röddina. Þú hlýtur að hafa gleymt að skafa úr eyrunum. Ja, ég heyri þau samt enn, þvílík og önnur eins óhljóð hef ég aldrei heyrt áður, vinur minn. Það var eins og það væri einhver ómálga skepna þarna í sjónum. Maður fer nú ekki með nein eddukvæði eftir svona helvíti. Ég veit ekki hvað á að kalla það, en djöfull sá ég eftir að hafa fleygt pakkanum í sjóinn, sagði hann og blés ffaman í mig. Þú skuldar mér einn. Þó þeir væru tveir. Og eyrnapinnar með. Þegar þeir voru farnir með þig stakk ég hausnum aftur út um kýraugað og horfði ofan í svart gutlið, sagði hann. Það var andskotann ekkert pláss, ekki einu sinni til að skipta um skoðun. En verst þótti mér með pakkaræfilinn, hann var kraminn og sokkinn fyrir löngu. Og þá spurði einn skítugur vaktmaður sig þessarar gullvægu spurningar: Hvað ef maður hefði ekki reykt? Hvað ef maður hefði ekki reykt? Og veistu hvert svarið var? Ekki hugmynd. Þá væri ég sofandi en strákurinn dauður. Ég sofandi en þú dauður, svo einfalt var það. Nú lifir þú, helvítið þitt, en ég drepst úr krabba. Hann hló sínum hrjúfa reykingahlátri. Bætti síðan við: Mönnum eins og mér er ekki ætlað að skilja samhengið í þessu, félagi. Þeim er ætlað að reykja sig í hel og vera syfjaðir að morgni eftir að hafa bjargað manni. Þeim er ekki skapað að skilja, stendur það ekki einhvers staðar? Andskotinn, maður veit ekkert og kann ekkert, ætti að skammast sín, getur ekki einu sinni hætt að reykja. * Það hefði aldrei hvarflað að mér, en hún segist hálfþartinn hafa 18 TMM 1997:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.