Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 20
RÚNAR HELGI VIGNISSON
Um leið var engu líkara en klukka slægi djúpt innan í mér; hvaða
klukka sem það hefur verið, klukka kynslóðanna kannski, eða sjálf
íslandsklukkan að kalla mannn til lífsins.
Annað skildi ekki á milli.
*
Það eru þá bölvuð óhljóðin í þér, maður, sagði vaktmaðurinn.
Mátti ekki tæpara standa, búinn að orga úr mér röddina. Þú hlýtur
að hafa gleymt að skafa úr eyrunum.
Ja, ég heyri þau samt enn, þvílík og önnur eins óhljóð hef ég aldrei
heyrt áður, vinur minn. Það var eins og það væri einhver ómálga
skepna þarna í sjónum.
Maður fer nú ekki með nein eddukvæði eftir svona helvíti.
Ég veit ekki hvað á að kalla það, en djöfull sá ég eftir að hafa fleygt
pakkanum í sjóinn, sagði hann og blés ffaman í mig. Þú skuldar mér einn.
Þó þeir væru tveir. Og eyrnapinnar með.
Þegar þeir voru farnir með þig stakk ég hausnum aftur út um
kýraugað og horfði ofan í svart gutlið, sagði hann. Það var andskotann
ekkert pláss, ekki einu sinni til að skipta um skoðun. En verst þótti
mér með pakkaræfilinn, hann var kraminn og sokkinn fyrir löngu. Og
þá spurði einn skítugur vaktmaður sig þessarar gullvægu spurningar:
Hvað ef maður hefði ekki reykt? Hvað ef maður hefði ekki reykt? Og
veistu hvert svarið var?
Ekki hugmynd.
Þá væri ég sofandi en strákurinn dauður. Ég sofandi en þú dauður,
svo einfalt var það. Nú lifir þú, helvítið þitt, en ég drepst úr krabba.
Hann hló sínum hrjúfa reykingahlátri. Bætti síðan við:
Mönnum eins og mér er ekki ætlað að skilja samhengið í þessu,
félagi. Þeim er ætlað að reykja sig í hel og vera syfjaðir að morgni eftir
að hafa bjargað manni. Þeim er ekki skapað að skilja, stendur það ekki
einhvers staðar? Andskotinn, maður veit ekkert og kann ekkert, ætti
að skammast sín, getur ekki einu sinni hætt að reykja.
*
Það hefði aldrei hvarflað að mér, en hún segist hálfþartinn hafa
18
TMM 1997:2