Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 87
MAÐURINN í NÁTTÚRUNNI af okkur, hvorki öræfum, bræðrum né systrum í tilverunni. Þegar við drepum er það af óvitaskap og ekkert að marka morðið. Eiginlega er það ósakhæft, líkt og ef sauðkind hefði bitið mann til bana eða ekið á hann dauðadrukkin. Mönnum finnst íslensk afbrot vera hlægileg. Á sama hátt er algeng skoðun að fullkomin eining ríki í umgengni okkar við landið; við trúum því hvað sem veruleikinn leiðir í ljós. Líklega er rétt að við höfum verið tiltölulega háðari eða tengdari því sem kallast náttúra en aðrar þjóðir, að minnsta kosti norðarlega á hnettinum. Það voru ekki vitsmunaleg tengsl heldur af nauðsyn, vegna atvinnuhátta og híbýlakosts. Oftast voru tengslin ekki sprottin af eigin hugsunarhætti eða hvötum heldur tókum við upp erlend kjörorð í afstöðu okkar til landsins, eins og meginatriðið í anda hembygd og hemland í Svíþjóð sem varð að ungmennafélagshreyfingunni hér. Hún náði til flestra þátta í menningu þjóðarinnar. Trúin á landið, eins og það var kallað, gekk í fólk og krafðist hvorki gagnrýni né ábyrgðar, heldur starfs. Þess vegna fólst trúin í því að „breyta“, umturna, ráðist var á landið og því eytt eins mikið og á skipulagðan hátt og tækin leyfðu. Allt var flatt út, eins og hraunið, vegna fiatneskjulegrar hugsunar. Langt fram eftir öldum bjuggum við ekki ofan jarðar, heldur á mörkum yfirborðs og djúps án þess að vera beinlínis hellamenn og höfum því ekki skilið eft ir okkur merkar hellaristur. í torfbæjum var lítill munur á hita innan og utan dyra, fólk gekk ullarklætt á báðum stöðum, fór út og inn án þess að fækka eða fara í fleiri peysur. Var þetta samruni við náttúruna eða kunnáttu- leysi í gerð húsa og fatnaðar? Dvöldum við forðum helst úti vegna slæmrar loftræstingar í torfbæjum eða var meiri andlegan unað að finna hvað varðar liti og form utan dyra en í baðstofunni? Rómantíkin á síðustu öld, eða sá hluti stefnu hennar sem var aðgengilegastur, sá sem snerti grösin og gróður og væminn söng, átti greiðan aðgang að okkur í upphafi þessarar aldar, en við sáum ekki heildarstefnu hennar, blíða viðhorfið til lífsins sem við hefðum átt að nýta okkur. í staðinn fyrir íhugun gripum við til staðhæfinga og hrifningar sem einkennir þá sem lifa að litlu leyti samkvæmt því fjölmarga sem lífið hefur að bjóða. Nú er öldin önnur og líklega hvergi jafn mikill munur og hér á því sem kallast innan húss og utan, hvað hitastig varðar og híbýli, með hliðsjón af náttúru og umhverfi, svo ekki sé minnst á veðurfarið. Oft er eitthvað líkt hitabeltisloffslagi í stofu meðan hraglandi er fyrir utan gluggann. Fyrir bragðið höfúm við með tímanum orðið aðgreindari frá náttúrunni en aðrar þjóðir. Við getum sjaldan farið að heiman jafn fáklæddir og þegar við erum inni og berum það með okkur í ráðleysi tilfinninga og athafna. Nú er svo komið að við eru á allan hátt yfirhafnarþjóð, í hugsun og umgengni. Hitti maður annan, hittir hann sjaldan manninn eins og hann kemur til dyranna, heldur flíkina. Þú talar ekki við mann heldur mussuna TMM 1997:2 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.