Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 96
Ólafur Halldórsson íslenska með údendu kryddi Sú saga er sögð um ágætan íslenskan fræðimann sem á fyrri hluta þessarar aldar lauk próíi í norrænum fræðum við Hafnarháskóla og doktorsprófi við Háskóla íslands, að hann gekk um gólf þar sem hann var gestkomandi hjá kunningja sínum og var hugsi, en stansar um stund og mælir þessum orðum: „Ég hef tekið eftir því þegar ég geng á götu, að fólk snýr sér við og horfír á eftir mér. Það sér það líklega á mér að ég er sigldur.“ Kunninginn hafði að vísu aðra skýringu á því, hvers vegna fólk snéri sér við og horfði á effir honum á götu,því að maðurinn var sérkennilegur í fasi; en að sjálfsögðu datt honum ekki í hug að svipta fræðimanninn þessari sjálfsblekkingu. Ég ætla í þessu greinarkorni að fjalla um hliðstæð dæmi um sjálfsblekk- ingu manna sem mér virðast hafa tamið sér málfar sem þeir ímynda sér að skipi þeim í flokk með fínu fólki, menntuðu fólki, fólki sem talar eins og þeir sem eru sigldir, en greinarkornið skrifa ég vegna þess að ég á bágt með að þegja (og hef þó þagað of lengi) effir að hafa lesið í Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 1996, viðtal sem bókmenntafræðingur hefur átt við konu sem um þessar mundir er ein af fremstu rithöfundum íslendinga. Við lestur þessa viðtals hefur sett að mér þann ugg, að íslenskan sé að verða óhæft mál til að skrifa um íslensk fræði, og þeir sem skrifa um íslensk fræði, einkum bókmenntir, verði þess vegna að leita hjálparinnar þangað sem íslendingar hafa ævinlega leitað hjálpar, en það er til Dana, það er að segja ef ásóknin í dönskuna er þá ekki angi af þeirri sjálfsblekkingu að af málfarinu sjáist að höfundurinn sé sigldur. Við skulum líta á fáein dæmi úr þessu viðtali. Líklega er ekkert við því að segja þótt íslenskir bókmenntafræðingar þurfi á alþjóðlegum fræðiorðum að halda og fái þau flest að láni um hendur Dana, svo sem írótiískur, módernismi, módernískur, paródía, prósi, tragíkómedía. Þessi orð koma öll fýrir á fyrstu blaðsíðu í viðtalinu. ítalskrar ættar er nóvella, en í því orði má ekki bera 11 fram eins og í fuglsheitinu hávella. Kynblendingur úr ensku er „road“ menning og hreinar enskuslettur, settar innan gæsalappa „road-movie“ og „on the roact\ og getur svo sem vel verið að einhverjir lesendur snúi sér við í huganum og sjái á höfundinum að hann sé sigldur. Af öðrum toga er þetta: 94 TMM 1997:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.