Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 90
Gísli Brynjúlfsson Bréf til móður Gísli Gíslason, eða Gísli Brynjúlfsson eins og hann kaus að nefna sig, var sonur séra Gísla Brynjúlfssonar á Hólmum og Guðrúnar Stefánsdóttur Thorarensen amt- manns á Möðruvöllum. Gísli yngri fæddist 3. september 1827 á Ketilsstöðum á Völlum nokkru eftir að faðir hans drukknaði. Fyrstu æviárin var hann ýmist þar eða í Eydölum ásamt móður sinni hjá skyldfólki sínu, uns mæðginin fluttust sumarið 1831 að Enni á Höfðaströnd til Lárusar tvíburabróður Guðrúnar. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur árið 1835. Þau áttu heima í Landakoti í næsta nágrenni við Helga G. Thordersen dómkirkjuprest og Ragnheiði Stefánsdóttur Stephensen konu hans. Gísli Brynjúlfsson hóf nám í Bessastaðaskóla haustið 1841. Hann var einkar fríður unglingur, afburða námsmaður og andlega bráðþroska, en smár vexti og því kallaður Gísli litli. Ingibjörg matráðskona á Bessastöðum sagði að hann væri „afbragð flestra unglinga, gáfur þær bestu, breytni og hjartalag eins og eg get ímyndað mér mann- eskju í sakleysisins standi“. Á skólaárum Gísla tókust ástir með honum og Ástríði Helgadóttur í Landakoti. Hann lýsir þessum æskuástum einkar fagurlega í bréfum til Gríms Thomsens, en með þeim tókst mikil vinátta á skólaárum Gísla. Gísli Brynjúlfsson brautskráðist vorið 1845 úr Bessastaðaskóla með ágætisein- kunn og sigldi til Hafnar á áliðnu sumri til að stunda þar háskólanám. Helgi G. Thordersen sigldi til Hafnar á útmánuðum 1846 til at taka biskupsvígslu og Ástríður dóttir hans og heitkona Gísla með honum. Fátt er vitað um endurfundi þeirra þetta vor, en ljóst er að Gísli bar ekki lengur sama hug til hennar og áður. Vorið 1847 sigldi hann heim til íslands og sleit trúlofun þeirra og tók móður sína með sér til Hafnar, þar sem bæði áttu síðan heima til dánardægurs. Aðalgeir Kristjánsson Kaupmannahöfn 15dajúlí 1846. Elskulega móðir mín góð! Þrjú bréf er eg nú búinn að fá frá þér síðan eg seinast skrifaði þér, og heyri eg á öllum að þér hálf mislíkar að fá ekki bréf frá mér, en eg vona þú nú sért búin að fýrirgefa mér, því þú hefur getað séð á bréfi því sem eg sendi þér með Siemsen að það var ekki mér að kenna þó þau skipin sem eg skrifaði með yrðu seinni en hin sem þó fóru um sama leyti, en illa féll mér samt að Siemsensskipið skyldi ei vera komið áður en þú skrifaðir að minnsta kosti eitt af bréfunum. Nú ert þú þá flutt úr gamla bænum og þú segist halda þú 88 TMM 1997:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.