Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 53
SIÐALÖGMÁL BECKETTS
sem skáka í skjóli lygi og óttast með réttu að sjá völd sín skreppa saman og
leysast upp. En í augum annarra, sjálfkrafa fárra, er hann hinn frelsandi
engill, umvafinn ótrúlegri birtu. „Það þarf að nema nýja veröld“, segir hann.
Engin von? Ekkert vonleysi. Við skynjum fáheyrða von, en tímarnir eru
rotnir, það er þagað, ýjað að, gefíð í skyn, gengið á svig, snúið af leið, hætt
við. Enginn véfréttarstíll: það væri aumkunarvert. Engin upphafning, inn-
blásið fas, spámennskustellingar. Sposkur á svip, gegnheill, fmgurnir á
hljómborðinu, góðvildin. Málið er að leiða þessa öld innilokunar og pynt-
inga til lykta, þessa öld slagorðaglamurs og mannskæðra afleiðinga, og í því
skyni er nauðsynlegt að afklæðast gervinu, fella talið, þessi algera höfnun
sem að síðustu breytist í samlíðun. Þessi, að því er virðist, búklausa rödd er
líka „hamingjumuldur". Þessi „staði flótti“ er „andþyndarafT, flug. „Ég hef
alltaf skrifað fyrir rödd,“ sagði Beckett. Og Bernold: „Hann var alltaf að segja
skrítlur: örstuttar.“ Mikið sem er einkennilegt til þess að hugsa að tvö mestu
ljóðskáld 20. aldar (sem líktust í engu ljóðskáldum) séu þessir tveir írar -
Joyce, Beckett - og komu til að vaka yfir okkur, í París.
Pétur Guntiarsson þýddi
TMM 1997:2
51