Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 108
RITDÓMAR
þular að tengja saman ólíka dagskrárliði
og tónlist úr ýmsum áttum og af þessu
spratt sérstakur stíll og sérstök tegund
frásagna.
Kaflinn „Skötufoss og Draugaklettur"
byrjar reyndar á hefðbundinni þjóðsögu.
Þar segir frá húsfreyju og kaupamanni í
Elliðaárdal snemma á 18. öld sem fella
hugi saman og bregða loks á það ráð að
myrða bóndann. Upp kemst um málið
og þau eru dæmd til dauða og háls-
höggvin. Frá þessu er sagt í alllöngu máli.
Víkur þá sögunni að því þar sem höf-
undur og fleiri reykvískir strákpjakkar
halda í hjólreiðatúr rúmum tveimur öld-
um síðar og liggur leiðin inn í Elliðaárdal
og fara þeir að leika sér á þessum sömu
slóðum. Þá birtist gamall karlskröggur
og varar þá við að vera með hávaða,
þarna sé óhreint. Og aftur er tekið stökk
í tíma og höfundur lýsir gönguferð sinni
um þetta svæði á nýársdagsmorgun fýrir
nokkrum árum og birtast honum þá
húsfreyjan og kaupamaðurinn úr þjóð-
sögunni og mæla til hans. Loks skiptir
um sögusvið, höfundur er þá að ljúka við
að segja barnabarni sínu söguna og lýkur
kaflanum á samtali þeirra.
Þessi kafli er dæmi um ffásagnarlist af
bestu gerð. Horft er á sama atburðinn frá
mörgum sjónarhornum og ólíkum
tímaskeiðum og þessi fjögur brot fléttast
listilega saman í eina heild. Sögumaður
er hér sjálfur engin aðalpersóna frekar en
víðast annars staðar í bókinni. Hann er
miklu oftar vitni, áhorfandi.
Það á líka við um þann hluta bókar-
innar þar sem vikið er að stjórnmálalífi
aldarinnar, einkum atburðum tengdum
utanríkismálum um miðja öldina, sam-
bandsslitunum við Dani, lýðveldisstofn-
un og síðan tengslunum við Bandaríkin.
Lýðveldisstofnunina sér höfundur úr
írónískri fjarlægð. Henni er hér lýst sem
hálfgerðri kómedíu sem sett er á svið að
undirlagi stjórnvalda í Washington í því
skyni að gera landið að bandarísku
áhrifasvæði. Frásögnin af fundinum í
hátíðasal Háskólans veturinn ’43-’44
kemur stemmningunni vel til skila. Þar
reynir ungur kommúnisti að gera at-
hugasemdir við leikverkið, en hlýtur fýr-
ir varanlega útskúfun hjá yfirbolsévikk-
um. Svo er haldin þriggja daga hátíð í
rigningu og allt gengur upp. Lögð eru
drög að framtíðarítökum Bandaríkja-
manna hér á landi.
Atburðirnir á Austurvelli 30. mars
1949 standa höfundi þó nær því að hann
sogast þar, nánast fýrir tilviljun, inn í
söguleg átök. Þetta var upphafið á fram-
vindu sem klauf þjóðina í tvær fýlkingar
í marga áratugi. I þessum kafla greinir
höfundur frá því þegar hann stendur í
hita leiksins andspænis hvítliða á Austur-
velli sem hann bar kennsl á. Frásögnin er
í léttum dúr en sýnir vel þau hvörf sem
þarna verða í íslenska þorpssamfélaginu
og að tímabili bláeygs sakleysis er að
ljúka:
Nú gilti að guggna ekki en horfa
grimmur ff aman í andstæðinginn með
drepandi augnaráði, slá hann til jarðar,
láta kné fýlgja kviði og bíta hann á
barkann. Hjálmbúinn hafði greinilega
samskonar hetjudáðir í huga og sem ég
virði fýrir mér kjarkimeitlaða andlits-
drættina verður mér ljóst að þarna er
kominn gamall kunningi minn úr
miðbænum, samkvæmishetja úr
Breiðfirðingabúð og Oddfellow, æp-
andi KR-ingur á Melavellinum, sund-
garpur úr gömlu Laugunum og
kvennagull í sólböðum og einhver allra
klárasti tjúttari á laugardagsböllum
fótboltafélaganna á Borginni.(226)
Eftirmál atburðanna á Austurvelli verða
ólík hjá þessum tveimur andstæðingum.
Jón Múli og aðrir óvopnaðir borgarar
eru leiddir fyrir rétt og er Jón dæmdur í
sex mánaða fangelsi. Upphafsmenn
átakanna léku hins vegar lausum hala.
Höfundur lýsir framvindunni allná-
kvæmlega eins og hún kom honum fyrir
sjónir, fjallar um málsskjöl í réttarhöld-
unum yfir sakborningum og reynir að
grafast fýrir um tildrög hins óvenjulega
úthlaups úr alþingishúsinu. Niðurstaða
106
TMM 1997:2