Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 108
RITDÓMAR þular að tengja saman ólíka dagskrárliði og tónlist úr ýmsum áttum og af þessu spratt sérstakur stíll og sérstök tegund frásagna. Kaflinn „Skötufoss og Draugaklettur" byrjar reyndar á hefðbundinni þjóðsögu. Þar segir frá húsfreyju og kaupamanni í Elliðaárdal snemma á 18. öld sem fella hugi saman og bregða loks á það ráð að myrða bóndann. Upp kemst um málið og þau eru dæmd til dauða og háls- höggvin. Frá þessu er sagt í alllöngu máli. Víkur þá sögunni að því þar sem höf- undur og fleiri reykvískir strákpjakkar halda í hjólreiðatúr rúmum tveimur öld- um síðar og liggur leiðin inn í Elliðaárdal og fara þeir að leika sér á þessum sömu slóðum. Þá birtist gamall karlskröggur og varar þá við að vera með hávaða, þarna sé óhreint. Og aftur er tekið stökk í tíma og höfundur lýsir gönguferð sinni um þetta svæði á nýársdagsmorgun fýrir nokkrum árum og birtast honum þá húsfreyjan og kaupamaðurinn úr þjóð- sögunni og mæla til hans. Loks skiptir um sögusvið, höfundur er þá að ljúka við að segja barnabarni sínu söguna og lýkur kaflanum á samtali þeirra. Þessi kafli er dæmi um ffásagnarlist af bestu gerð. Horft er á sama atburðinn frá mörgum sjónarhornum og ólíkum tímaskeiðum og þessi fjögur brot fléttast listilega saman í eina heild. Sögumaður er hér sjálfur engin aðalpersóna frekar en víðast annars staðar í bókinni. Hann er miklu oftar vitni, áhorfandi. Það á líka við um þann hluta bókar- innar þar sem vikið er að stjórnmálalífi aldarinnar, einkum atburðum tengdum utanríkismálum um miðja öldina, sam- bandsslitunum við Dani, lýðveldisstofn- un og síðan tengslunum við Bandaríkin. Lýðveldisstofnunina sér höfundur úr írónískri fjarlægð. Henni er hér lýst sem hálfgerðri kómedíu sem sett er á svið að undirlagi stjórnvalda í Washington í því skyni að gera landið að bandarísku áhrifasvæði. Frásögnin af fundinum í hátíðasal Háskólans veturinn ’43-’44 kemur stemmningunni vel til skila. Þar reynir ungur kommúnisti að gera at- hugasemdir við leikverkið, en hlýtur fýr- ir varanlega útskúfun hjá yfirbolsévikk- um. Svo er haldin þriggja daga hátíð í rigningu og allt gengur upp. Lögð eru drög að framtíðarítökum Bandaríkja- manna hér á landi. Atburðirnir á Austurvelli 30. mars 1949 standa höfundi þó nær því að hann sogast þar, nánast fýrir tilviljun, inn í söguleg átök. Þetta var upphafið á fram- vindu sem klauf þjóðina í tvær fýlkingar í marga áratugi. I þessum kafla greinir höfundur frá því þegar hann stendur í hita leiksins andspænis hvítliða á Austur- velli sem hann bar kennsl á. Frásögnin er í léttum dúr en sýnir vel þau hvörf sem þarna verða í íslenska þorpssamfélaginu og að tímabili bláeygs sakleysis er að ljúka: Nú gilti að guggna ekki en horfa grimmur ff aman í andstæðinginn með drepandi augnaráði, slá hann til jarðar, láta kné fýlgja kviði og bíta hann á barkann. Hjálmbúinn hafði greinilega samskonar hetjudáðir í huga og sem ég virði fýrir mér kjarkimeitlaða andlits- drættina verður mér ljóst að þarna er kominn gamall kunningi minn úr miðbænum, samkvæmishetja úr Breiðfirðingabúð og Oddfellow, æp- andi KR-ingur á Melavellinum, sund- garpur úr gömlu Laugunum og kvennagull í sólböðum og einhver allra klárasti tjúttari á laugardagsböllum fótboltafélaganna á Borginni.(226) Eftirmál atburðanna á Austurvelli verða ólík hjá þessum tveimur andstæðingum. Jón Múli og aðrir óvopnaðir borgarar eru leiddir fyrir rétt og er Jón dæmdur í sex mánaða fangelsi. Upphafsmenn átakanna léku hins vegar lausum hala. Höfundur lýsir framvindunni allná- kvæmlega eins og hún kom honum fyrir sjónir, fjallar um málsskjöl í réttarhöld- unum yfir sakborningum og reynir að grafast fýrir um tildrög hins óvenjulega úthlaups úr alþingishúsinu. Niðurstaða 106 TMM 1997:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.