Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 37
SKÁLDSAGA SKIPTIR UM RÍKISFANG
sem fær handrit Péturs til umráða er breytt, breytist einnig persóna Péturs
Péturssonar með stílnum. Hann verður styttri í spuna, Ijóðræna er honum
mestmegnis framandi, nema í mesta lagi tengd eðalvínum, og það er ekki
laust við að frásögnin verði írónískari og meðvitaðri en á íslensku.
Glœpurinn er eitt af lykilorðunum í Fyrirgefningu syndanna. Allt líf Péturs
Péturssonar mótast af glæp sem hann „framdi“ sem ungur maður þegar
hann dvaldi í Kaupmannahöfn á stríðsárunum. Glæpurinn er ástæða þess
að hann rifjar upp ævi sína og skráir hana, hann er skýringin á mörgu í fari
hans og á flestum gerðum hans í lífinu. Glæpurinn er stórt orð í Fyrirgefningu
syndanna, hann er aldrei nefndur nema með greini, og það er augljóst af öllu
að Pétur Pétursson tekur hann alvarlega, iðrast sárt og er fullur beiskju
gagnvart fornum óvinum sínum. Það er ekki laust við að glæpurinn í
Fyrirgefningu syndanna minni mann á 19. aldar raunsæisskáldsögur, einn
atburður og rangtúlkanir á honum ráða örlögum heillar ævi, og í lokin
kemur svo í ljós að glæpurinn mikli var aldrei framinn, eða bitnaði aldrei á
neinum.
Þetta er að minnsta kosti skilningur Péturs sjálfs á hlut glæpsins í ævi sinni,
lesandanum fínnst hann ef til vill lítilmótlegri. I Absolution er Pétur færður
nær lesandanum í afstöðunni til glæpsins. Hann er sér meðvitaðri um það
(eða grunar það a.m.k.) að hann er ekki stórkostlegt illvirki, heldur lítil-
mannleg svik. Glæpurinn er kynntur til sögunnar með ólíkum orðum í
bókunum tveimur:
Þið heyrið sögur, þið heyrið margar
sögur, sannar og lognar, nýjar og
gamlar, sögur um allt milli himins og
jarðar - allt nema glæpinn. Um hann
veit enginn nema ég. (6)
You have heard stories, many stories,
true and fictitious, about everything
under the sun - everything except
my little crime. Nobody but me
knows about that. (4)
Þetta er ekki einungis gott dæmi um mismunandi aðferðir í stíl og smávægi-
legan mun á lengd. Hér er glæpur Péturs í fyrsta sinn kynntur til sögunnar,
og það er gert með gerólíkum hætti. Annars vegar er „glæpurinn“, hins vegar
„my little crime“ sem felur í sér tvöfalda minnkun; glæpurinn er bæði lítill
og einkalegur, í stað þess að hafa almenna skírskotun eins og glæpurinn með
greini hefur óneitanlega á íslensku.
Líf Péturs Péturssonar mótast af þversagnakenndri afstöðu til þessa glæps,
hann líður fyrir hann, en er um leið stoltur af honum. Glæpurinn eitrar líf
hans en er um leið það eina sem hefur hann yfir íjöldann. I afstöðu Péturs
til glæpsins í Absolution gætir auk þessa ákveðinnar íróníu, hann kallar
glæpinn lítinn. Fjarlægðin milli hins gamla Péturs sem segir söguna og hins
TMM 1997:2
35