Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 32
JÓN YNGVI JÓHANNSSON lesturinn að hann fer að hreinskrifa handritið, breyta því og bæta. Sú útgáfa sem lesandinn fær af ævi Péturs er því endurskoðuð útgáfa minninganna eftir að landi hans hefur farið um þær höndum. Frásagnirnar sem greina frá sögumanninum og fundi handritsins eru í tveimur skáletruðum köflum, einum rétt eftir upphaf sögunnar, öðrum rétt fyrir lok hennar. f fyrri skáletraða kaflanum verður hvað mestur munur á textum Fyrirgefn- ingar syndanna og Absolution. Sögumaðurinn á ensku er stuttorðari og hlutlægari, stíll hans hraðari eins og annars staðar, en hér verður munurinn enn meiri. Gott dæmi er þegar hann hefur nýlega fengið handrit Péturs í hendur: Get ég kallað þennan blaðabunka handrit? Þetta pár á ósamstæðum blöðum sem virðist í fljótu bragði ekki hafa ratað í bunkann eftir nein- um settum reglum, heldur eins og fyrir hendingu? Um kvöldið tók ég mér blöðin í hendur af einhverskon- ar skyldurækni, en svo fór að ég lagði þau ekki frá mér fyrr en í eldingu morguninn eftir. Þá var ég orðinn eins og strengdur upp á þráð, taug- arnar þandar, og samt gat ég ekki fest svefn hvernig sem ég reyndi.f 14) The bulky manuscript seemed a random heap of papers. I started rea- ding it later that evening and did not put it down until dawn. By then my nerves were taut, and I could not get to sleep no matter how I tried. (11) Hér er enski textinn aftur um það bil helmingi styttri, 42 orð á móti 80. Það eru um margt svipaðar breytingar sem hafa orðið hér og í þeim dæmum sem tekin voru um breyttan stíl hér að framan. Þær eru þó samfelldari í þessum kafla, fæstar setningar íslenska textans fá að standa óhreyfðar. Þó að það sé vitanlega hæpinn mælikvarði á stíl má geta þess að kaflinn í Fyrirgefn- ingu syndanna er næstum fimm síður, en í Absolution er hann einungis rúmlega þrjár. Hlutverki sögumannsins í rammafrásögninni hefur einnig verið breytt, á íslensku segist hann hafa endurskrifað handritið, á ensku hefur hann hins vegar þýtt það. Þetta er nokkuð hnyttin breyting, vitanlega gengur ramma- frásögnin miklu betur upp á ensku ef lesandanum er talin trú um að rammasögumaðurinn hafi þýtt frásögn Péturs og þá væntanlega skrifað sinn eigin texta á ensku. Þarna gengur listræn blekking í lið með innsetningu sögunnar í engilsaxneskt bókmenntakerfi, þýðingin er flutt inn í söguna. Þar með er rammafrásögnin farin að gera ráð fyrir því að bókin sé skrifuð á ensku, ekki þýdd af íslensku. Lesandinn skynjar þýðingu bókarinnar ein- 30 TMM 1997:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.