Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 101
Ritdómar
Alhæfingar og
takmörk þeirra
Islensk bókmenntasaga III.
Mál og menning 1996,1016 bls.
Bókmenntasaga Máls og menningar
heldur áfram að koma út jaíht og þétt
með tímans göngulagi, eða því sem næst,
og hefiir nú þriðja bindið séð dagsins
ljós. Það er ákaflega mikið að vöxtum,
enda spannar það tímann frá 1750 til
1918, sem löngum hefur verið talinn
mikil gullöld íslenskra bókmennta. Auk
ritstjórans, Halldórs Guðmundssonar
sem ritar inngang, hafa margir höfundar
lagt hér gjörva hönd á plóg, hver á sínu
sérsviði: þannig hefur Matthías Viðar
Sæmundsson skrifað um upplýsingaröld
og síðan um sagnagerð á öllu þessu tíma-
bili, Páll Valsson um ljóðlist á rómantíska
tímanum og á „tíma þjóðskáldanna",
eins og það heitir í ritinu, Gísli Sigurðs-
son um þjóðsögur, Árni Ibsen um leik-
ritun, Silja Aðalsteinsdóttir um ljóðlist á
tímum raunsæisstefnunnar og á nýróm-
antíska skeiðinu og loks hefur Viðar
Hreinsson skrifað um vestur-íslenskar
bókmenntir. Yfirleitt er hlutverkaskipt-
ing höfundanna mjög skýr, en þó kemur
fyrir að fjallað er um sama efni á tveimur
stöðum, frá meira eða minna mismun-
andi sjónarhorni. Þannig er fjallað um
Stephan G. Stephansson bæði í kaflanum
um „raunsæi í ljóðlist“ og í kaflanum um
vestur-íslenskar bókmenntir, um þjóð-
sögur er ekki einungis rætt í þeim sér-
staka kafla sem þeim er helgaður, heldur
líka þar sem lýst er hugarfari á upplýsing-
aröld, og að stöðu íslendinga af kynslóð
Fjölnismanna í Kaupmannahöfn og sál-
arkreppum þeirra þar er vikið bæði í
köflunum um rómantíska ljóðlist og um
upphaf sagnagerðar. Þetta er stundum
klunnalegt.
I áratugi hafa menn fjölyrt um þá
hneisu að „bókmenntaþjóðin" skuli ekki
hafa neina frambærilega bókmennta-
sögu. Hvað sem öðru líður hefur þetta
verk þann mikla kost að vera til og bætir
úr mjög brýnni þörf. En þetta er þó ekki
allt og sumt. Höfundarnir hafa ekki að-
eins unnið starf sitt af alúð, heldur hafa
þeir líka fært sér í nyt þær miklu rann-
sóknir sem gerðar hafa verið á ýmsum
þáttum íslenskra bókmennta undanfar-
in ár, og þeir hafa einnig sjálfir unnið
ffumrannsóknir. Því er þetta bindi bók-
menntasögunnar gjörólíkt því sem það
hefði orðið ef það hefði verið skrifað
fyrir einum 20 árum eða svo. Skýrustu
dæmin um þetta er kannske að finna í
kaflanum um upplýsingaröldina: þar er
t.d. ítarlega sagt frá „Sögu Ólafs Þórhalla-
sonar“, sem var varla nokkrum manni
aðgengileg fyrr en hún var loksins gefin
út 1987, og stuðst við ritgerð Maríu
Önnu Þorsteinsdóttur um verkið, sem
var óprentuð þegar þessi kafli var skrif-
aður en er nú komin út. Einnig er víða
vitnað í óprentaða doktorsritgerð Matt-
hew James Driscoll „The Sagas of Jón
Oddson Hjaltalín". En hið sama gildir í
meira og minna mæli um verkið í heild.
„íslensk stílfræði" eftir Þorleif Hauksson
og Þóri Óskarsson, sem birtist 1994, hef-
TMM 1997:2
99