Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 80
GUÐBERGUR BERGSSON undarlega kletta sem enginn hér á landi mundi kannast við eða vilja viður- kenna. Þeir lutu ekki þyngdarlögmálinu og ættu því ekki upp á pallborðið hjá okkur. Við fyndum seint eða aldrei þjóðarvitund okkar í órökréttu landslagi, þó við þykjumst finna hana núorðið, ekki í anda íslendingasagn- anna, heldur í því landslagi eða efninu sem hugsar hvorki né hefur að geyma andagift, felur ekki í sér mannlega vitund, er oft gosaskan tóm. Getur askan verið okkar tákn? En síst af öllu vildum við sofa í borg undir þannig klettum nema hrun þeirra í jarðskjálfta og næstum dauði okkar en giftusamleg björgun „fyrir mikla mildi“ tryggði að við fengjum umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Þá held ég sé betra að búa í Reykjavík, segði fólk, loks orðið ánægt með borgina sína og kannski ráðhúsið líka. í lok miðalda og við upphaf endurreisnarinnar var eðlilegt að listmálarar færðu á töflur myndir af órökréttu, oft alröngu umhverfi og landslagi, vegna þess að því rökréttara sem skipulag borganna varð og lífshættir manna þar í húsum og á götum átti að liggja í augum uppi að náttúran er ekkert nema óreiða. Maðurinn gerði sér grein fyrir hvað hún var órökrétt, merkingarlaus, nema hann tæki til höndunum, breytti og gæfi henni skynsamlegt gildi með verkum sínum, ekki táknrænt gildi heldur notagildi. Vitinu bar að ráðast á óreiðuna með rökhyggju, skipuleggja hana, höggva skóga og rækta í staðinn gullna akra, grafa auð úr jörð og gera hinn ósýnilega hluta náttúrunnar sýnilegan. Þá kom fljótt í ljós að meiri auðlegð var í hinu falda en því auðsæilega, það átti jafnt við um manninn og náttúruna. Með góðu skipulagi varð jarðarskiki í borg meira virði en landflæmi t.d. í Asíu, og í ósýnilega vitinu var meiri auður fólginn til arðsamra starfa en í hendinni senr hver maður gat séð og dæmt um hæfni og gildi verka hennar. Mönnum var áfram skylt að fylgja orðum Biblíunnar á sumum sviðum, þótt þeir hættu að trúa bókstaflega á hana og gerðu jörðina sér undirgefna. Listræn sköpun átti ekki að vera lengur huglægt spor sem er stigið inn í ríki hins óþekkt, listirnar áttu að sanna að börnum jarðarinnar getur liðið betur í hinu þekkta en óþekkta og það sé æskilegt að vera með hugann og líkamann hvergi nema í raunsæinu. Stefna mannsandans var á góðri leið með að verða það sem nútíminn telur vera trú og fagnaðarerindi sitt: Því þekktara sem allt verður þeim mun betra fyrir afkomuna. Þannig erum við næstum komin að vandanum sem blasir við okkur, ef við lítum til komandi aldar, þeirrar tuttugustu og fyrstu, talið frá fæðingu Krists. Helsti vandinn andspænis nýrri öld er þetta: Á hvaða hátt getur mannkynið lifað í gerþekktum heimi með alþekkta náttúru, innan um fólk sem gengur alltaf með sálarlífið utan á sér og úr munninum lafir borði, svipaður guðsorðalindanum sem var oft á málverkum frá miðöldum, t.d. 78 TMM 1997:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.