Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 40
JÚN YNGVl JÓHANNSSON
Jan Cremer, var af ásetningi skrifað í anda Henry Millers, á þeim tíma er
Miller var vinsæll, auk þess sem höfundurinn var búsettur í Bandaríkjun-
um.21 Bókin og höfundurinn voru þannig flutt inn í einum pakka. Þýðingin
á Fyrirgefningu syndanna reynir það sama. Ólafur Jóhann er í fyrsta lagi
kynntur sem innflytjandi sem hefur náð árangri í Bandaríkjunum, í öðru
lagi sem íslendingur. Það virðist ekki nóg að gera verkið þannig úr garði að
það verði bandarískum lesanda kunnuglegt. Jafnframt er gefið í skyn, innan
sögunnar sjálfrar og í umgjörð hennar, að það hafi verið skrifað á ensku og
í Bandaríkjunum. í þessu þarf alls ekki að felast að það sé algilt einkenni á
bandarískum bókmenntum að þær séu einsleitar og kerfið andvígt framand-
leika. Það má hins vegar líta á dæmi Absolution sem vísbendingu um að það
sé álit þeirra sem standa að útgáfu bókarinnar, bæði höfundar og útgefenda,
að eigi bókin að seljast verði hún að vera bandarísk.
Þetta er sú hugmynd sem mér virðist liggja að baki umbreytingunni sem
verður þegar Fyrirgefning syndanna verður að Absolution. Absolution vitnar
ekki nauðsynlega um staðreyndir um bandarískt bókmenntakerfi, heldur
fyrst og fremst hvernig hugmyndir eru á kreiki um það og hvernig það lítur
á sjálft sig. Þar virðist gengið út frá því sem gefnu að það sé í flestum tilvikum
ómögulegt fyrir þýddar bókmenntir að ná útbreiðslu í Bandaríkjunum, þess
vegna er allt gert til að sú bók sem hér um ræðir, Absolution eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson, komi ekki fram sem þýðing á nýrri íslenskri skáldsögu, heldur sem
skáldsaga á ensku eftir íslending búsettan í Bandaríkjunum.
Aftanmálsgreinar
1 Ólafur Jóhann Ólafsson: Fyrirgefning syndanna, Vaka-Helgafell, Reykjavík 1991. Hér eftir
verður vísað til texta bókarinnar í svigum innan meginmáls.
2 Ólafur Jóhann Ólafsson: Absolution, Pantheon Books, New York 1994. Hér eftir verður
vísað til texta bókarinnar í svigum innan meginmáls.
3 Sbr. Ástráð Eysteinsson: Tvímœli. Þýðingar og bókmenntir. Bókmenntafræðistofnun Há-
skóla Islands og Háskólaútgáfan (Fræðirit 9). Reykjavík 1996, bls. 90-91. Ég hef teldð þann
kost í þessari grein þegar ég ræði þýðingafræðileg hugtök að vísa í þessa nýlegu og
aðgengilegu bók Ástráðs, þótt ég hafi raunar stuðst við önnur rit við samningu greinar-
innar. Þetta er fyrst og fremst hugsað til hægðarauka fyrir lesendur.
4 Sjá Ástráð Eysteinsson: Tvímœli, bls. 225-28. Það er rétt að taka það skýrt fram að þótt
talað sé um „kerfi“ í þessu samhengi er ekld átt við einhvers konar vélgengt lögmál sem
stýrir allri bókmenntasköpun eða hugsun okkar. Bókmenntakerfi er greiningarhugtak til
að ná utan um þann flókna veruleika sem ritun og endurritun bókmennta og umhverfi
þeirra er. 1 þessu sambandi er einnig hollt að hafa í huga gamla merldngu orðsins í íslensku,
kerfi þýddi fyrir daga vélmenningar lcnippi eða vöndur, eitthvað sem raðað var saman eða
tengdist. Ef við sldljum kerfi þessum sldlningi er áherslan á tengingu einstakra þátta, en
ekld á mekaníska virkni þeirra.
38
TMM 1997:2
J