Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 40
JÚN YNGVl JÓHANNSSON Jan Cremer, var af ásetningi skrifað í anda Henry Millers, á þeim tíma er Miller var vinsæll, auk þess sem höfundurinn var búsettur í Bandaríkjun- um.21 Bókin og höfundurinn voru þannig flutt inn í einum pakka. Þýðingin á Fyrirgefningu syndanna reynir það sama. Ólafur Jóhann er í fyrsta lagi kynntur sem innflytjandi sem hefur náð árangri í Bandaríkjunum, í öðru lagi sem íslendingur. Það virðist ekki nóg að gera verkið þannig úr garði að það verði bandarískum lesanda kunnuglegt. Jafnframt er gefið í skyn, innan sögunnar sjálfrar og í umgjörð hennar, að það hafi verið skrifað á ensku og í Bandaríkjunum. í þessu þarf alls ekki að felast að það sé algilt einkenni á bandarískum bókmenntum að þær séu einsleitar og kerfið andvígt framand- leika. Það má hins vegar líta á dæmi Absolution sem vísbendingu um að það sé álit þeirra sem standa að útgáfu bókarinnar, bæði höfundar og útgefenda, að eigi bókin að seljast verði hún að vera bandarísk. Þetta er sú hugmynd sem mér virðist liggja að baki umbreytingunni sem verður þegar Fyrirgefning syndanna verður að Absolution. Absolution vitnar ekki nauðsynlega um staðreyndir um bandarískt bókmenntakerfi, heldur fyrst og fremst hvernig hugmyndir eru á kreiki um það og hvernig það lítur á sjálft sig. Þar virðist gengið út frá því sem gefnu að það sé í flestum tilvikum ómögulegt fyrir þýddar bókmenntir að ná útbreiðslu í Bandaríkjunum, þess vegna er allt gert til að sú bók sem hér um ræðir, Absolution eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, komi ekki fram sem þýðing á nýrri íslenskri skáldsögu, heldur sem skáldsaga á ensku eftir íslending búsettan í Bandaríkjunum. Aftanmálsgreinar 1 Ólafur Jóhann Ólafsson: Fyrirgefning syndanna, Vaka-Helgafell, Reykjavík 1991. Hér eftir verður vísað til texta bókarinnar í svigum innan meginmáls. 2 Ólafur Jóhann Ólafsson: Absolution, Pantheon Books, New York 1994. Hér eftir verður vísað til texta bókarinnar í svigum innan meginmáls. 3 Sbr. Ástráð Eysteinsson: Tvímœli. Þýðingar og bókmenntir. Bókmenntafræðistofnun Há- skóla Islands og Háskólaútgáfan (Fræðirit 9). Reykjavík 1996, bls. 90-91. Ég hef teldð þann kost í þessari grein þegar ég ræði þýðingafræðileg hugtök að vísa í þessa nýlegu og aðgengilegu bók Ástráðs, þótt ég hafi raunar stuðst við önnur rit við samningu greinar- innar. Þetta er fyrst og fremst hugsað til hægðarauka fyrir lesendur. 4 Sjá Ástráð Eysteinsson: Tvímœli, bls. 225-28. Það er rétt að taka það skýrt fram að þótt talað sé um „kerfi“ í þessu samhengi er ekld átt við einhvers konar vélgengt lögmál sem stýrir allri bókmenntasköpun eða hugsun okkar. Bókmenntakerfi er greiningarhugtak til að ná utan um þann flókna veruleika sem ritun og endurritun bókmennta og umhverfi þeirra er. 1 þessu sambandi er einnig hollt að hafa í huga gamla merldngu orðsins í íslensku, kerfi þýddi fyrir daga vélmenningar lcnippi eða vöndur, eitthvað sem raðað var saman eða tengdist. Ef við sldljum kerfi þessum sldlningi er áherslan á tengingu einstakra þátta, en ekld á mekaníska virkni þeirra. 38 TMM 1997:2 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.