Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 39
SKÁLDSAGA SKIPTIR UM RÍKISFANG ingu syndanna, margir þættir spennusögunnar og aðferðir hennar koma fram í því sem lýtur að glæp Péturs og kynningu sögumannsins. Einkenni þessara bókmenntagreina eru vitanlega til staðar í bókunum báðum, á íslensku og á ensku. Hlutföllin á milli þeirra eru hins vegar ekki alveg þau sömu. Hér að framan var rakið hvernig persóna sögumannsins breytist úr íslendingi með rithöfundardrauma í persónu með ýmis einkenni leynilög- reglumanns eða einkaspæjara. Um leið fær spennusagan aukið vægi og hallar á raunsæið.18 Það er svo ákveðið samræmi milli þessara breytinga og breyt- inga á stíl sagnanna, stíll hvorrar fyrir sig hæfir sögumanninum/þýðandan- um ágætlega. Ljóðræn innskot og örlítið upphafinn stíll hæfir þeim sem dreymir um skáldfrægð, og beinskeyttari, hraðari stíll einkaspæjaranum. Stíll Absolution dregur meiri dám af amerískum spennusögum en evrópsku eða íslensku raunsæi. Persóna Péturs Péturssonar breytist í samræmi við þetta, og um leið túlkunarmöguleikar sögunnar. En það er ekki eingöngu tilgangur þessarar greinar að bera saman og greina frásagnaraðferð og breytingar á persónusköpun í bókunum tveimur. Hér er líka spurt um bókmenntakerfi, áhrif þeirra og hugmyndir um þau. I sjálfu sér segja þessar breytingar okkur ekkert nýtt um bandarískt bók- menntakerfi, þær miða flestar að því að steypa söguna í það mót að hún beri einkenni bandarísks „bestsellers11, stílnum er breytt, framandi einkenni minnkuð og persónur gerðar kunnuglegri. Ekkert af þessu kemur á óvart. í grein um hollenskar bókmenntir í Bandaríkjunum segir Ria Vanderauwera um bandarískt bókmenntakerfi í samanburði við það hollenska: „ .. . full- ness of theme, ‘round’ characters, intellectual scope and, last but not least, humour carry far more weight at the target pole [America].“19 Nú veit ég ekki hvort íslenskar bókmenntir eru líkari hollenskum eða bandarískum, samt er engu líkara en þau atriði semVanderauwera telur upp sem einkenni bandarískra bókmennta hafi bæst við Pétur í Absolution. Hann er margþætt- ari persóna þar en í Fyrirgefningu syndanna, lýsing hans er írónísk og jafnvel fyndin á köflum. Breytingin sem mér fmnst þó merkilegust og segja mest um hugmyndir um bandarískt bókmenntakerfi er sú breyting á frásagnaraðferð sem felst í því að endurritun sögumanns er skipt út fýrir þýðingu. Breytingin á stöðu tungumálanna í sögunni segir sitthvað um þær hugmyndir um bandarískt bókmenntakerfi sem móta Absolution. Þar birtist sú hugmynd að bandarískt bókmenntakerfi sé harðlokað fyrir þýðingum, og að eina leiðin til að vekja athygli á erlendum bókum sé að gera þær bandarískar.20 í áðurnefndri grein Vanderauwera um viðtökur hollenskra bókmennta kemur þetta viðhorf skýrt fram og þar kemur einnig fram dæmi því til sönnunar: eina hollenska skáldverkið sem náði metsölu í Bandaríkjunum, I TMM 1997:2 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.