Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 82
GUÐBERGUR BERGSSON að sálir mannanna fínna hver aðra í kossi, hvort sem verurnar eru hugar- burður eða holdi klæddar. Eins áttu sálir manns og náttúru í hugmyndum seinni tíðar að sameinast ef menn umgengjust umhverfi sitt með sama hætti og hugarfari og þegar fólk kyssist. Dýra listin að kunna það að unna öðrum hugástum, sú uppgötvun í tilfinningalífínu var helsta forsendan fyrir því að hægt væri að bera eitthvað svipað ástarhug til þess sem við köllum náttúru, án þess að ganga með henni upp að kristna altarinu og eignast erfingja eða afkvæmi úr holdi sem er hey en með anda sem hverfur að launum til himna þar sem ríkir hagfræði guðs: gildið felst í gildisleysi hlutanna. Nú átti jarðlífið að líkjast ljúflingskossi manns og náttúru. Á fimmtándu öld förum við að sjá í ítalskri list sameiginlegar frásagnir um menn og dýr í nokkurn veginn óstílfærðu og eðlilegu landslagi. Jörð og náttúra eru ekki efnið tómt eða óskapnaður heldur líka andlegs eðlis. Lífið, tilveran og náttúran eru gædd táknum, dulúð, dýrin líka, og listamenn fara að sjá og skrifa bækur um hliðstæður með dýrum og mönnum, maður með arnarnef hefúr t.d. sama eðli og örninn.2 í öllu þessu eru ótal óaðskiljanleg atriði, þetta þarf að rannsaka, láta eðli hvers og eins liggja í augum uppi og kannski útrýma því jafnframt með þekkingunni. Goðsagan um þekkinguna, sem hefur sjálfsagt alræðisvald yfir lífi okkar og eðli náttúrunnar, var að stíga sín fyrstu spor. Þannig hófst sigurganga þess sem hefur orðið að bjánatrú á vitið og verk þess, oftrúin á gáfurnar, og innan skamms - því nokkrar aldir eru skammur tími - fóru flestir að halda að skólaganga sé allra meina bót. Ef eitthvað er að hjá manni, þá stafar það af því að hann hefur ekki setið nógu lengi á skólabekk og hlustað á menn sem hafa lokið prófi. Ef þér líður illa hefurðu annað hvort ekki tekið próf eða ekki nógu gott próf. Svo nú þarf stúdentspróf til alls. Án þess kemstu ekkert nema kannski í Smuguna, til að vera innilokaður þar í þröngu umhverfi skips og koma grátandi heim. Og þegar horft er á þessa taugarúst er sagt: Svona er komið fyrir sjómanninum því hann lauk ekki stúdentsprófi. Fram að algera helvíti prófa og skólahjátrúar nútímans eru í listum og menningu Evrópu til sögur af fólki og dýrum í góðu gengi, hverju innan um annað. Fólkið gleðst í samfélagi þeirrar listar sem heitir samræða, það ýmist dansar eða þrælar innan um blóm og gróður, kletta og fjöll. Þeir sem hafa náð forgangsröðun í samfélaginu og komist hæst fara líka að matast á listrænan hátt til þess að njóta og halda betri heilsu, fá fallegra útlit og meiri kyngetu. Forgangsmenn finna nú unað í hæfilegu áti, með hliðsjón af líkamanum og andlegu atgervi og kyngetu. Það er þá sem Leonardo da Vinci leggur ffá sér penslana, fer að starfa á krá og semur síðan matreiðslubók.3 í henni segir hann á einum stað að Pietro Monti mæli með því að láta eistu 80 TMM 1997:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.