Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 28
ÁRNl BERGMANN
Haustið 1826 kallaði Nikulás fyrsti Púshkín fyrir sig, létti af honum átt-
hagafjötrum í Mikhajlovskoje og bauðst sjálfur til að verða hans einkarit-
skoðari. Það átti eftir að reynast skáldinu erfiður og vafasamur heiður eins og
síðar verður vikið að.1831 kvæntist hann Natölju Gontsjarovu - sama árið
og hann lauk við frægasta verk sitt, ljóðsöguna Jevgeníj Onegín. Síðustu ár
skammrar æfi voru honum um margt erfið: skáldið var gert að lágt settum
hirðmanni keisarans og taldi sig sæta ýmislegri niðurlægingu við hirðina,
hér við bættust erfiður fjárhagur, skuldir, afbrýði í garð aðdáenda fagurrar
eiginkonu. Með ýmsum hætti var honum ögrað til að skora þann ffekasta
þeirra á hólm, D'Anthés, franskan spjátrung sem sendiherra Hollands í Pét-
ursborg hafði ættleitt. I því einvígi hlaut hann það sár sem dró hann til
dauða.
Minna verður ekki komist af með að vita um æfi þess manns sem einn hef-
ur orðið þess megnugur að sameina alla Rússa: enginn neitar því að hann var
þeirra mesta skáld. Svo sannarlega hefur nafn hans borist „um Rússlands
óravegu víða“ - eða um „allt hið mikla Rússland“ eins og segir í frumtexta
kvæðisins sem á undan fór. Hann er þjóðskáldið og þjóðarsálin holdtekin og
sá sem fegurst stillir strengi tungunnar. Honum er það að þakka, segir
Nabokov „að einföldustu hlutir ljúkast upp fyrir okkur í fágætasta ljóma.l<1
Hann er ekki aðeins þjóðskáld okkar, segir Andrej Bítov „afstaðan til Púshk-
íns er orðin okkar þjóðareinkenni.“ 2 Hann er sá sem menn muna í gleði og
sorgum - hann er gleðivaki á hátíðum sem og í fangelsum. 3 Og aldrei fá
Rússar, lærðir sem leikir, sig sadda af staðreyndum og vangaveltum um ljóð
og líf Púshkíns. Fjöldi manna hefur komist hjá gleymsku fýrir það eitt að þeir
gengu um sömu götur og Púshkín. Allt sem honum við kemur er tínt til af
ýtrustu nákvæmni eins og sjá má af því að nýlega var gefin út dagbók Púshk-
íns ffá 1833-34: textinn sjálfur kemst fyrir á 27 blaðsíðum - en skýringarnar
leggja undir sig 580 síður! Dauði skáldsins varð þegar árið 1837 ungu skáldi,
Lermontov, efni í heiffarkvæði þar sem hann las pistilinn þeim „böðlum
ffelsis og snilldar sem standa í gráðugum flokki við hásætið" og hann sakaði
hiklaust um að bera ábyrgð á einvíginu illræmda 4. Allt fram á okkar dag hafa
rússnesk skáld gerst ástríðumiklir túlkendur bæði listar og lífs skáldsins. Á
okkar öld hefur Majakovskíj formælt í ljóði „tíkarsyninum D'Anthés.“5,
Marína Tsvetaéva hellt úr skálum reiði sinnar bæði yfir „morðingja söngvar-
ans“ Nikulási keisara og léttúðugri eiginkonu skáldsins 6 - og ekki hefur
önnur mikil skáldkona, Anna Akhmatova, sýnt þessum sökudólgum neina
miskunn heldur7.
En umfram allt hafa rithöfundar og skáld Rússlands ort og skrifað um sína
miklu þakkarskuld. Það var Púshkín, segir hver á fætur öðrum, sem kenndi
okkur Rússum að yrkja náttúruljóð, ástarljóð, tregaljóð og söguljóð, hann
26
www.mm.is
TMM 1999:2