Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 30
ÁRNl BERGMANN
ætlað það hlutskipti að verða ljós heimsins: Púshkín skilur allar þjóðir og
þess vegna er hann sannur Rússi.13 Enn aðrir gerðu lítið úr öllum slíkum
túlkunum: „Við þekkjum Púshkín sem manneskju, Púshkín sem vin keisar-
ans, Púshkín vin dekabrista,“ segir höfuðskáld hins rússneska symbólisma
Alexandr Blok, „en allt fölnar þetta fyrir skáldinu Púshkín. Skáld er stærð
sem ekki breytist."14. Undir þetta tekur útlagi frá Sovétríkjunum, nýlátinn í
Bandaríkjunum, Sergej Dovlatov. Hann segir sem svo, að í Rússlandi hafi
menn ávallt ætlast til þess að skáldið væri spámaður og áhrifamikill boðberi
sanninda. Honum finnst að þessi kvöð hafi spillt fyrir stórmennum eins og
Tolstoj, Gogol og Túrgénev. En Púshkín hafi komist hjá þeim vansa: „Segja
má að verk Púshkíns sé sigur hreinræktaðrar fegurðarhyggju (estetizm) yfir
pólitískum tilhneigingum til boðskapar og siðbótastarfs í bókmenntum."15
Sem sagt: allir vilja eiga Púshkín, en er tilkall eins til hans réttmætara en
óskhyggja annars? Ef til vill færir það okkur örlítið nær svari við þeirri
spurningu að rýna nokkra stund í það kvæði sem fyrst var nefnt - Minnis-
varðinn, sem í þýðingu Halldórs Laxness var kallað Bautasteinn Púshkíns.
Hver var skilningur Púshkíns sjálfs á því hlutskipti sem hann spáði sjálfum
sér: að vera það skáld sem þjóðir Rússlands lengst muna?
II
Það er rétt að Púshkín var „útskúfað skáld“. Við erum ekki vön þeirri
hugsun, en þannig var þetta. Síðustu níu ár ævinnar heyrði hann ekki
gott orð um sig falla. Ekki eitt einasta ... Lesendurnir töldu að hann
væri búinn að vera, stæði í stað. En þeir væru sjálfir alltaf að þroskast.
Anna Akhmatova.
Upphaf kvæðisins er ekki frumlegt: eins og svo oft áður er lýst metnaði skálds
sem tryggir sér eilíft líf með kvæðum sem endast öllum mannvirkjum betur.
Púshkín dregur enga dul á það að hann endurómar átján alda gamlan brag
rómverska skáldsins Hórasar, Exegi monumentum: Minnisvarða ég hlóð,
haldbetri en eir og hærri en pýramíðar. Aldrei allur ég dey, segir Púshkín í
upphafi annars erindis rétt eins og Hóras: Non omnis moriar. („Mín bíður
aldrei auðn ...“ í þýðingu Laxness).
Púshkín er ekki heldur manna fyrstur meðal rússneskra skálda til að vinna
úr þessum efhivið - mesta skáld átjándu aldar, Derzhavin (1743-1816),
hafði gert hið sama og eins og Púshkín færði hann frægð sína til Rússlands
eins og greinir frá í þriðja erindi: „Mín frægð skal berast um allt hið mikla
Rússland.“ En strax í byrjun kvæðis verður hér mikill skálda munur. Púshkín
gengur mun lengra en Derzhavin í því að „rússneska“ stöðu sína sem skálds.
28
www.mm.is
TMM 1999:2