Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 30
ÁRNl BERGMANN ætlað það hlutskipti að verða ljós heimsins: Púshkín skilur allar þjóðir og þess vegna er hann sannur Rússi.13 Enn aðrir gerðu lítið úr öllum slíkum túlkunum: „Við þekkjum Púshkín sem manneskju, Púshkín sem vin keisar- ans, Púshkín vin dekabrista,“ segir höfuðskáld hins rússneska symbólisma Alexandr Blok, „en allt fölnar þetta fyrir skáldinu Púshkín. Skáld er stærð sem ekki breytist."14. Undir þetta tekur útlagi frá Sovétríkjunum, nýlátinn í Bandaríkjunum, Sergej Dovlatov. Hann segir sem svo, að í Rússlandi hafi menn ávallt ætlast til þess að skáldið væri spámaður og áhrifamikill boðberi sanninda. Honum finnst að þessi kvöð hafi spillt fyrir stórmennum eins og Tolstoj, Gogol og Túrgénev. En Púshkín hafi komist hjá þeim vansa: „Segja má að verk Púshkíns sé sigur hreinræktaðrar fegurðarhyggju (estetizm) yfir pólitískum tilhneigingum til boðskapar og siðbótastarfs í bókmenntum."15 Sem sagt: allir vilja eiga Púshkín, en er tilkall eins til hans réttmætara en óskhyggja annars? Ef til vill færir það okkur örlítið nær svari við þeirri spurningu að rýna nokkra stund í það kvæði sem fyrst var nefnt - Minnis- varðinn, sem í þýðingu Halldórs Laxness var kallað Bautasteinn Púshkíns. Hver var skilningur Púshkíns sjálfs á því hlutskipti sem hann spáði sjálfum sér: að vera það skáld sem þjóðir Rússlands lengst muna? II Það er rétt að Púshkín var „útskúfað skáld“. Við erum ekki vön þeirri hugsun, en þannig var þetta. Síðustu níu ár ævinnar heyrði hann ekki gott orð um sig falla. Ekki eitt einasta ... Lesendurnir töldu að hann væri búinn að vera, stæði í stað. En þeir væru sjálfir alltaf að þroskast. Anna Akhmatova. Upphaf kvæðisins er ekki frumlegt: eins og svo oft áður er lýst metnaði skálds sem tryggir sér eilíft líf með kvæðum sem endast öllum mannvirkjum betur. Púshkín dregur enga dul á það að hann endurómar átján alda gamlan brag rómverska skáldsins Hórasar, Exegi monumentum: Minnisvarða ég hlóð, haldbetri en eir og hærri en pýramíðar. Aldrei allur ég dey, segir Púshkín í upphafi annars erindis rétt eins og Hóras: Non omnis moriar. („Mín bíður aldrei auðn ...“ í þýðingu Laxness). Púshkín er ekki heldur manna fyrstur meðal rússneskra skálda til að vinna úr þessum efhivið - mesta skáld átjándu aldar, Derzhavin (1743-1816), hafði gert hið sama og eins og Púshkín færði hann frægð sína til Rússlands eins og greinir frá í þriðja erindi: „Mín frægð skal berast um allt hið mikla Rússland.“ En strax í byrjun kvæðis verður hér mikill skálda munur. Púshkín gengur mun lengra en Derzhavin í því að „rússneska“ stöðu sína sem skálds. 28 www.mm.is TMM 1999:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.