Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 39
MINNISVARÐI PÚSHKÍNS voldugu ríki. En um leið verður að spyrja: hvað um venjulegt fólk, hvaða rétt á það, verður efling ríkisins á kostnað sakleysingja sem hjól framfaranna kremja til bana miskunnarlaust? (Gleymum því ekki að Pétursborg stendur á beinum hundruð þúsunda ánauðugra bænda sem reknir voru út á mýrar og fen til að reisa hana). Edmond Wilson notar þetta sögukvæði til að minna á þann samanburð á Pétri mikla og Stalín sem lengi var í tísku. Báðir áttu þeir að sýna að fr amfarir verða í Rússlandi með ofríki og mannfórnum.27 Og þótt mikill sé þessara manna munur hafði hann tölvert til síns máls. Púshkínsaga Grossmans, sem áður var nefnd, kom fyrst út 1939 og hún staðfestir að sovéskir höfundar höfðu mikla tilhneigingu til að gera Pétur að holdtekningu þeirrar „sögulegu nauðsynjar“ sem Stalín tók upp í sitt pólitíska vopnabúr. Þeirrar „kröfu tím- ans“ sem lætur sig litlu skipta hvað um vesæla einstaklinga verður. Grossman fyrirlítur einstæðinginn Jevgeníj, sem er að hans dómi fyrst og fr emst aumk- unarverður í gagnslausri heift sinni í garð hins mikla manns og telur Púshkín allan á bandi Péturs „umbótamannsins sem táknar framgöngu hins sögulega ferlis“ við að byggja upp ríki28. Þetta er fróðleg ritskýring: hún segir sína sögu af því að aðdáendur og þjónar valdsins vilja ekki efast um rökþess, vísa ffá sér áhyggju af þeim sem fyrir þessu valdi verða. En það verður á hinn bóginn ekki sagt um Púshkín sjálfan: hann virðir áform og persónu Péturs sem fyrr, en hann gerir raunir Jevgeníjs að höfuðyrkiseftii sínu, sýnir reiði hins van- máttuga fullan sóma - og með því er hann enn og aftur að „biðja þeim fót- umtroðnu góðs“. Kvæðið Minnisvarðinn er á sinn hátt einnig samstilling margra radda sem búa í brjósti skáldsins, tjáning andstæðna og spurninga sem aldrei verða gef- in fullnægjandi svör við. Púshkín hefur varla lokið við að telja sér það til tekna að hann hafi þjónað „lýðnum“ (sem hér fær að heita narod - þjóð, alþýða) með ffelsiskvæðum og með því að hvetja til miskunnsemi þegar hann lýkur kvæðinu á hástemmdu lofi um skáldskapinn sem er samt sem áður öllu ofar. Enn þýði ég eftir orðanna hljóðan: „Skáldgyðja, hlýð þú boði guðs, hvorki skaltu óttast móðgun né krefj- ast lárviðarkrans, lát þú þig hvorki varða lof né róg og deildu ekki við heimskingjann“. Er skáldið ekki komið í mótsögn við upphaf ljóðsins? Nú má ekki krefjast lofs né viðurkenningar (lárviðarsveigs) - en fyrst í kvæðinu var því slegið fram, að frægð skáldsins muni berast um allt hið mikla Rússland og aldrei fyrnast. Og er ekki gert lítið úr frelsisást og samstöðu með „hinum föllnu“ með því að snúa eins og aftur til þess lofs sem kom fram í „Skáld og lýður“ um skáldskapinn guðdómlega sem er utan við og ofar mannlífi? TMM 1999:2 www.mm.is 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.