Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 137

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 137
ÉG VAR EKKERT AÐ BINDA SKÓÞVENGINN milli hugmynda Sigurðar Nordals og annarra íræðimanna sem tilheyrðu hinum svokalla íslenska skóla í fornsagnarannsóknum og þeirra hugmynda sem móta fornritaútgáfu Halldórs Laxness snemma á fimmta áratugnum, enda hafði enginn rætt þau tengsl áður. Einari Má þykir ályktun mín um þettaefhihljóma„harlasennilega“ (s. 140) ogvilljafnvelgangaheldurlengra en ég geri í lýsingu minni á Halldóri sem djarfasta aðila íslenska skólans. í grein sinni um Halldór Laxness og forna sagnahefð í síðasta hefti Nýrrar sögu viðrar Vésteinn Ólason hins vegar efasemdir sínar um þessa túlkun. Hann bendir á að þótt Halldór tali víða óhikað um „Njáluhöfund" og dáist að þeim manni, geri hann skýran greinarmun á hlutverki höfundar í sköpun fornsagna og nútímaskáldsagna. í þessu samhengi vitnar Vésteinn m.a. til eftirfarandi málsgreinar Halldórs úr „Minnisgreinum um fornsögur“: Íslendíngar hafa þá menníngu til að bera, ótrúlegt fýrirbrigði á mið- öldum, óhugsanlegt í gervöllum kristindóminum, að geta séð hlutinn í því ljósi þar sem hann verður merkilegur í sjálfum sér, metið hann vegna þess sem hann er - en ekki vegna dæmisögugildisins. Það er ekki þar með sagt að íslenskar fornbókmentir séu raunsæisbókmentir í skilníngi vorra tíma, heldur að íslensk fornsaga sjái heiminn gegnum minni kenníngu, skynji hann naktari en vestur-evrópiskar bókmentir þess tíma, beini athyglinni meira að sköpunarverkinu sjálfu en skap- aranum, en slíkt er óguðlegt eftir kristinni kenníngu.18 Vésteinn leggur út frá þessari tilvitnun og segir: „Þessi orð um sköpunar- verkið og skaparann má auðvitað heimfæra upp á höfunda og sögur og þau samrýmast illa þeirri kenningu að þessi „djarfasti aðili íslenska skólans“ hafi viljað hefja höfundinn sem slíkan til skýjanna.“19 Þó að ég geti viðurkennt að umfjöllun mín um hugmyndir Halldórs um fornritin byggist á nokkurri einföldun er ég ósammála túlkun Vésteins á of- angreindri tilvitnun. Orðin sköpunarverk og skapari í texta Halldórs er ekki hægt að heimfæra upp á sögu og höfund með þeim hætti sem Vésteinn gerir. Halldór er hér að ræða um afstöðu íslenskra fornsagnahöfunda (sýn íslensku fornsögunnar) til veruleikans (sköpunarverksins) annars vegar og Guðs (skaparans) hins vegar. Enda þótt Halldór vilji ekki ganga svo langt að telja fornsagnahöfúndana vera sambærilega raunsæishöfundum nútímans vekur hann athygli á að þeir hafi verið furðu sjálfstæðir gagnvart kristinni kenn- ingu og bókmenntahefð dæmisögunnar. Með þessu móti hefur Halldór fornsagnahöfundana „upp til skýjanna“; hann fullyrðir a.m.k. að þeir hafi „naktari", og þá væntanlegri sannari, sýn á veruleikann en starfsbræður þeirra annars staðar í Evrópu á sama tíma. Hins vegar tek ég undir það með Vésteini að kenningum íslenska skólans TMM 1999:2 www.mm.is 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.