Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 152

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 152
RITDÓMAR dóma sem ég hef orðið var við á íslandi að undanförnu, að með leiðréttingum sínum hafi fr æðimenn fyrr og síðar verið að breyta textunum eða jafnvel búa til nýja, og breytingar þeirra ekki annað en huglægur tilbúningur. Þessu verður að mótmæla: fræðimenná 17. öldvissujafn vel og starfsbræður þeirra síðar, að í handritum eru alltaf villur, ekki síst þeg- ar textarnir hafa farið gegnum hendur skrifara sem voru fáffóðir, eða jafnvel linir í tungumálinu sem ritin voru skrif- uð á, og hlutverk útgefenda hlýtur að vera að leysa úr þeirri flækju eftir megni. Og sumir fræðimenn á þessum tímum höfðu það forskot að þeir kunnu forn- málin svo vel að lengra hefur naumast verið komist síðan og jafhframt höfðu þeir næma tilfmningu fyrir þessum fornu textum. Má t.d. nefna Heinsius þann sem gaf út „Myndbreytingar" og fleiri verk Óvíðs í Amsterdam árið 1659: sagt hefur verið að aldrei hafi þau verk verið betur út gefin, og sérhver útgefandi þeirra síðan hefur orðið að velta fyrir sér Heinsii emendationibus og taka afstöðu til þeirra. Ekkert getur komið í staðinn fyrir textafræði, ef menn vilja lesa fornrit á annað borð. En þótt áhrif þessara nýju fornfræða væru mikil og varanleg náði sú alda ekki upp á allar fjörur: menn héldu sem sé áfram að rita sögu eins og áður, án þess að gefa gaum að þessum nýju rannsókn- um. Þannig myndaðist klofningur milli fornfræði og söguritunar, og má búast við því að ýmsir hafi fundið fyrir honum á þessum tíma, eða þangað til hnúturinn var að lokum leystur á 19. öld. Eftir lestur eljuverks Más Jónssonar vöknuðu því margvíslegar spurningar sem maður hefði viljað fá einhver svör við í ritinu: hvaða áhrif hafði þessi vold- uga hreyfing, sem Mabillon má teljast upphafsmaður að, á aðferðir, viðhorf og hugmyndaheim Árna Magnússonar, hver var afstaða hans sjálfs á þeim svið- um þar sem forkólfa fræðanna greindi á, og hvernig má segja að hann hafi komið inn í þessa hreyfingu? Hver kann að hafa verið ástæðan til að hann lét ekki neitt frá sér fara um fr æðin, og skrifaði t.d. ekki þá kirkjusögu sem hann var ráðinn til að ljúka? Var það efahyggja hans sjálfs, eða bitnaði klofningurinn milli fræða og söguritunar á honum? Kannske er það svo, að ekki eru til nægileg gögn til að svara þessum spurningum - þótt það verði að teljast athyglisvert að Árni skuli hafa haft í huga að senda Papenbroeck latneska þýðingu á Jóns sögu biskups (sbr. bls. 124) - en Már Jónsson sýnir eina leið sem gæti gefið vissan árangur: hann rekur hvernig vinnubrögð Árna við uppskriftir handrita breyttust eftir því sem árin færðust yfir hann. Og mann grunar að kerfisbundin athugun á bréf- um hans og uppskriftum um handrit og sögur (sbr. það sem tekið er upp í rammaklausubls. 146),svo oguppskrift- ir hans úr ritum erlendra fræðimanna kunni að gefa gagnlegar vísbendingar. EinarMár Jónsson 150 www.mm.is TMM 1999:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.