Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 57
SKÁLDSKAPUR OG FRÆÐI í Ferðalokum gerir Jónas sér far um að auka breidd íslensks skáldskapar með því að skapa veraldlegan skáldskap sem honum finnst hæfa kristnu samfé- lagi nítjándu aldar. Raunveruleiki er í forgrunni en hugmyndafræðilegt táknmál í bakgrunni, hið goðfræðilega efni er undirtexti. Jónas skapar myndir sínar úr tungumálinu en tekur þær ekki úr lausu lofti. Orðið er frum- táknið. Það þýðir þó ekki að Jónas noti ekki heiti og kenningar í Ferðalokum. Þar er mýgrútur af þeim. Öðruvísi kæmi hann ekki hinu margræða á ffam- færi né gæti hann sýnt á annan hátt hverju hann vill halda og hverju sleppa í endurnýjuðum skáldskaparffæðum. Hins vegar miðla innsæistákn skynjun skáldsins á hið yfirnáttúrlega og guðlega. Á dögum Jónasar var hin rómantíska hughyggja ríkjandi og skáldum áleitið viðfangsefhi. Umræðan um virkni hugans og afstaðan til hughyggj- unnar sem er bersýnileg í Grasaferð varpar ljósi á skoðanir Jónasar á trúverð- ugleika ímyndunarafls í skáldlegri tjáningu. Drengurinn í Grasaferð taldi mátt huga og orðs geta kallað ffam ljóslifandi atburði. Hann talar um ára og djöfla uns hann er svo gagntekinn hugarórum að hann virðist telja að myrkrahöfðinginn sjálfur hafi raungerst á tindinum. í lok Grasaferðar segir skáldskaparkennarinn Hildur við drenginn: Útilegumaðurinn þinn er far- inn. Ég hef fjallað um þetta atriði ff á trúarlegu sjónarmiði í ritgerðinni Para- dísar missir Jónasar Hallgrímssonar og ekki fallið ffá þeirri túlkun minni en tel nú að útilegumaðurinn í Grasaferð hafi a.m.k. tvöfalda skírskotun og Jónas beiti því þeirri aðferð að flétta saman vísunum og þráðum úr ólíkum sagnahefðum. Svo virðist sem lýsingin í Grasaferð vísi ekki einungis í Para- dísar missi Miltons heldur og í helgisöguna „Eitt æfintýr af Adam“ þar sem segir einnig ffá Paradísarför Sets.1 í þessari helgisögu er skýrt ffá viðskiptum Salomons konungs og drottn- ingarinnar af Saba. Þegar musteri Salomons var í byggingu kom drottningin af Saba í heimsókn og sýndi konungur henni dýrðina. Ófýllt op var yfir altar- inu. Það vildi eg, segir Salomon, fá þann stein til, er það fýllti er nú er opið, en eg vildi láta höggva örk drottins yfir altarinu svo að steinninn drægi til sín, og væri í öngvan máta úr stað færður helgidómurinn fyrir burð Christi. Spurði konungur hvort drottning ætti stein sem félli í þann glugg. Drottning kvaðst eiga slíkan stein og lét hann falan gegn þeim gullpeningum sem hún gæti talið á meðan steinninn væri sóttur. Salomon konungur átti þrjá djöfla sem hann geymdi í keri, segir sagan. Spurði Salomon hvern þeirra hversu fljótur hann væri í förum. Var sá fýrsti frár sem ferfætt dýr, annar fór sem fugl flygi, en hinn þriðji var svo fljótur sem hugur manns. Þann síðastnefnda sendi konungur eftir steininum og var drottning lítt komin áleiðis að telja gullpeningana, er kvað við dynþur svo mikill að jörðin skalf og steinninn féll til jarðar við musterið“ (bls.12-15). TMM 1999:4 www.mm.is 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.