Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 8
ELSE LIDEGAARD
snúist upp í andstæðu sína. Segir ekki Heinrich Heine að eina hamingjusama
ástin sé sú óhamingjusama?
-Og hvað á hann við með því? Hvað átt þú við með því?
Það liggur í eðli hrifningarinnar að vega salt á hnífsegg. Hún er í senn unaður
og kvöl. Meira að segja hápunktur nánustu sameiningar karls og konu, kyn-
ferðisleg fullnæging, sveiflast á milli sælu og sársauka. Það er eðli erótískra
ástaratlota að blossa upp og brenna út. Vegir ástarinnar eru margir, og kyn-
ferðisleg ást er bara einn þeirra. Hún býr þó yfir mikilvægum eiginleika: hún
er einn helsti hvati hins ljóðræna.
-En hvað er til ráða þegarþessi tálsýn, sem hrifningin er, brestur? Nærumst við
ekki að vissu leyti á því að við séum tálsýn einhvers?
Jú en þá spretta fram nýjar tálsýnir, ný hrifning. Goethe segir eitthvað í þessa
átt: Neue Liebe, neues Leben.’
—Og heldur þetta áfram allt lífið?
Ég býst við því. Ég hef reyndar ekki lifað svo lengi, en ég geri ráð fyrir að það
muni halda áfram.
-Þú skrifar í Turninum á heimsenda um Amaldus gamla með minningarnar
sem situr og hugsar um ‘það sem liðið er og að eilífu horfið, lönd bernskunnar,
sem búið er að vísa mér burt úr’. Fyrir þér var land æskunnar Sælureitur. Er
erfitt að eldast eðafinnst þér það dýrmæt reynsla?
Menn eldast ekki í sama mæli á öllum sviðum en auðvitað er þetta að mestu
leyti afturför.
-Breytist maður eðafinnst manni innst inni maður alltaf vera 17 ára, eða 6 ára?
Nei, auðvitað breytist maður og fatlast á margan hátt. En það tel ég ekki vera
harmleik heldur óhjákvæmilega og eðlilega þróun.
-Þú lýsir víða ótta barnsins við dauðann. Skynjarðu þetta öðruvísi núna?
Já á mínum aldri hræðist maður ekki dauðann. Jú, auðvitað þann dauða sem
ógnar börnum og ungu fólki sem býr sig undir lífið, þá er dauðinn ógnvekj-
andi og sjálfsagt að óttast hann. En reyndar tengist óttinn við dauðann trúar-
hugmyndum um glötun sálarinnar, það er að segja að þeir sem eklci eru
trúaðir muni af þeim sökum þurfa að þola refsingu hinum megin. Þetta er
eitt það grimmilegasta og kaldrifjaðasta sem manninum hefúr nokkru sinni
dottið í hug. Það er mikið um þetta hér í Færeyjum.
6
malogmenning.is
TMM 2000:3