Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 70
ÁRNl BERGMANN framlag skálds til baráttunnar. Á sömu lund ferst Jóhannesi úr Kötlum í kveðju til Tómasar í Þjóðviljanum (6.01.1961). Hann minnist þess að á kreppuárunum hafi hann í ritdómi sínum um Fögru veröld gert kröfur sem voru kannski „fávíslegar og hvatvíslegar“ og sagt á þá leið að Tómas skáld „væri ekki sérlega spámannlega vaxinn á marxíska vísu, en hins vegar næði fágun hans slíku hámarki að úr yrðu hreinir og beinir töfrar." Svo bætir Jó- hannes um betur í lofi um „kankvísa ástleitni Tómasar Guðmundssonar gagnvart dásemdum himins og jarðar... unaðslegt samspil gáska og trega.11 Gleymum ekki að þetta er skrifað þegar enn geysar margnefnt „kalt stríð“ í menningunni - og í öflugustu ljölmiðlum landsins er Tómasi þá stillt upp sem óflekkuðum riddara skáldskapargyðjunnar, meðan Jóhannes fær einatt kaldar kveðjur fyrir að spilla skáldgáfu sinni með pólitík. Ein fræg árás var í Þjóðviljanum gerð á Tómas Guðmundsson: þá var helsti gagnrýnandi blaðsins, Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, í svipuðum ham og Sigurður Einarsson tveim áratugum fyrr í umfjöllun um Davíð Stef- ánsson og fleiri og þótti honum þau skáld hafa svikið sjálf sig og skáldskap- inn sem „ekki bera gæfu til að gefa alþýðunni og sósíalismanum hug sinn og hjarta" og væri Tómas skáld genginn í björg til auðvaldströlla ef hann fékk þá ekki að heita þeirra „sprellikarl.“ En Steinn Steinarr tók upp hanskann fyrir Tómas í þeim sama Þjóðvilja í harðorðri orðsendingu12 - á þeirri forsendu ekki síst, að sér væri hlýtt til þess flokks sem blaðið gaf út og vildi ekki sjá þar “marklaust bull“ um skáld og skáldskap. Sigfús Daðason, þá nýorðinn ritstjóri Tímarits Máls og menningar, sendi Tómasi Guðmundssyni snarpa ádrepu í ritdómi um samtalsbók Matthíasar Johannessensvið skáldið („SvokvaðTómas,“ 1960).Enþarerannaðfremur til umræðu en ljóð Tómasar: ungt skáld af „atómkynslóð“ gagnrýnir þjóðskáldið Tómas fyrir viðhorf hans til skáldskapar og stöðu bókmennta í mannlegu félagi, fyrir „oftrú á hið almenna og eilífa“ bæði í manlegu eðli og skáldskap. Og hver efast um að það hafi verið góður fengur í menningar- umræðu að tekist væri á um slíka hluti af skynsamlegu viti?13 Guðmundur Hagalín og Kristmann Guðmundsson koma einna mest við sögu ofsóknakenningarinnar. Og hér er ekki um að villast: þeir fá oft heldur en ekki á baukinn hjá vinstrisinnum. í þeirra dæmi kemur - og svo í þeirri meðferð á verkum Halldórs Laxness sem fyrr um ræðir - einna skýrast fram sú stjórnmálavæðing bókmenntaumræðunnar sem einkennir þessa tíma. En þeir Hagalín og Kristmann voru engin saklaus og ofsótt fórnarlömb eins og einatt er haldið ffam. Þeir voru sjálfír sískrifandi í dagblöð og tímarit um bókmenntir og felldu þá harða dóma sem hlutu að kalla á viðbrögð. Þau við- brögð komu fram þegar skoðuð voru verk þeirra sjálfra, ekki síst þau sem í 68 malogmenning.is TMM 2000:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.