Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Síða 101
UM ENEASARKVWU kvæmlega. „Steftiuskrána11 setti Kallimakkos skáld (á 3. öld f. Kr.) fram í for- mála ljóðabálks síns „Uppruna“: Fáffóðir menn og litlir vinir sönggyðjunnar kvarta undan því að ég skuli ekki hafa ort samhangandi kvæði, þúsund rasta langt, til að heiðra konunga og hetjur fyrri tíma (...). Lærið að meta kvæði eftir list en ekki lengd. Og leitið ekki til mín eftir hástemmdum skáldskap. Þrumurnar eru í verkahring Seifs, ekki mínum. Sagt hefur verið að fátt hafi haft eins mikil áhr if á latneskan skáldskap á næsta tímabilinu á undan Virgli og þessi orð Kallimakkosar. Ef svo bar við að ein- hver kom ffam á sjónarsviðið með langt söguljóð undir arminum, kannske eitthvert hirðskáldið sem vildi lofsyngja ættfeður vinnuveitandans, gat hann búist við háðulegum viðtökum smekkmanna. Um eitt slíkt verk, „Annála“ Vólusíusar nokkurs, fer nútímaskáldið Catullus hinum ferlegustu orðum og reyndar lítt prenthæfum. Svo er að sjá að einungis eitt söguljóð hafi fengið náð fyrir augum bókmenntamanna, og þó með nokkrum fyrirvara: það var „Sæfararnir á Argo“ eftir Apollóníus ffá Ródos (á 3. öld fyrir Krist), en Apollóníus þessi fór að nokkru leyti sínar eigin leiðir, því inn í söguljóðið felldi hann ástarsögur sem tilheyra naumast veröld Hómers, og varð fyrir áhrifúm af skáldum nýrri tíma. Einnig gátu Rómverjar fyrirgefið skáldinu Enníusi, á næstu öld á eft ir, að hafa ort sína „Annála“, óralangan bálk um alla sögu Rómaborgar, því hann var e.k. „náttúruséní“, sem bætti upp með inn- blæstrinum það sem vantaði á tæknina. Sögulegt hlutverk hans í bókmennt- unum var að hafa aðlagað grísku „sexliðuna" að latneskri tungu, og það vissu Rómverjar vel, en að öðru leyti var hann varla talinn seinni skáldum til fyrir- myndar; í verkum rómverskra skálda eftir það má oft finna einhverjar yfir- lýsingar þar sem þau vísa á bug öllum hugmyndum um að yrkja raunverulegt söguljóð. En ef eitthvert nútímaskáld helleníska tímans vildi yrkja langan kvæðabálk sem væri í takt við tímann, var leiðin yfirleitt sú að tengja saman marga smáþætti, t.d. goðsagnir sem fjölluðu um skyld efni: þannig var um „Uppruna“ Kallimakkosar sjálfs. Þegar Virgill kom fram á sjónarsviðið og tók að yrkja sín fyrstu kvæði, sennilega árið 42 f.Kr., var það því hrein tímaskekkja að ætla að yrkja sögu- ljóð í anda Hómers, og slíka tímaskekkju virtist Virgill síst af öllu líklegur til að gera. Fyrsta verk hans, safn tíu kvæða sem kölluð eru „Hjarðljóð11 (Bucolica), eru að því er virðist fyllilega í anda hellenísku „nútímaskáld- anna“; fer Virgill þar einkum í smiðju til Þeokrits, sem var samtímamaður Kallimakkosar, og tekur hann sér til fyrirmyndar: á yfirborðinu a.m.k. eru kvæðin þættir úr lífi argra og óargra hjarðsveina í landslagi sem er e.k. sam- TMM 2000:4 malogmenning.is 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.