Gerðir kirkjuþings - 1986, Blaðsíða 91
83
Lúther lagði sérstaka áherslu á ábyrgó hins kristna manns
og hins kristna safnaðar á hinu pótitíska of félagslega
sviói. Hann ritaði sjálfur baekur eins og "An den
christlichen Adel deutscher Nation von des christlichen
Standes Besserung", 1520 og hann varaói við þeim
freistingum, sem fylgja skjótfengnum gróóa i ritinu "Von
Kaufhandlung und Wucher" (um verslun og okur, 1524. Hann
höfóaði til skyldu veraldlegra - kristinna - yfirvalda aó
sinna uppfraeóslunni: "An die Ratsherren aller Stadte
deutschen Landes, dass sie christliche Schulen aufrichten
und halten sollen", 1524. Þetta breytir því þó ekki, aó
Lúther leit á prédikun fagnaóarerindisins sem sina fyrstu
og mikilvægustu skyldu.
Nágrannaþjóóir okkar sumar hverjar horfóust i augu vió
afleióingar vanrækslu sinnar á hinu pólitiska sviói á
timum nasismans. Afleióingar hans kölluóu margar kirkjur
til ábyrgóar á hinu pólitíska sviöi. Frá tímum nasismans
og í seinni heimsstyrjöldinni eru til miklar heimildir um
nýja vitund, sem ryóur sér til rúms í evrópskum kirkjum.
Þess má einnig minnast, aó kaþólska kirkjan hefur um
langan aldur sinnt þessu hlutverki, t.d. meó "páfabréfum",
þar sem hiklaus afstaða er oft á tióum tekin til
þjóófélagsmála, má þar minna á "Populorum progressio" frá
1967, sem hafói verulega áhrif á þróun hins pólitiska
veruleika i Mió- og Suóur-Ameriku og gaf
frelsunarguófræóinni grænt Ijós. Álitsgjöróir og
samþykktir frá Alkirkjuráóinu hafa einnig haft veruleg
áhrif á vióhorf manna, ekki hvaó sist um málefni þriója
heimsins. Svipaó er aó segja um Lútherska heimssambandió,
þingió i Evian 1970 markaói þáttaskil i þvi efni.
I afskiptum kirkjunnar af þjóömálum hafa margar
nágrannakirkjur okkar tekió upp nýja starfshætti:
Þjóómálanefndir. Má þar nefna skosku kirkjuna og
mótmælendakirkjurnar i Vestur-Þýskalandi. Fleiri kirkjur
mætti nefna þótt þaó verói ekki gert hér. Slik álit hafa
haft mikil áhrif á þjóómálaumræðu i viókomandi löndum. Er
oft bent á það, aó álit þýsku kirkjunnar um samskipti
austurs og vesturs áriö 1965 hafói mótandi áhrif á alla
pólitiska umræóu i þeim efnum. Þýsku kirkjurnar hafa haft
slik þjóómálaráó starfandi allt frá lokum seinni heims-
styrjaldarinnar og tekið til umfjöllunar öll meiriháttar
þjóófélagsmál á þeim tima, allt frá fóstureyóingum og
frióarmálum til landbúnaóarstefnu og þróunarhjálpar, aó
ógleymdum mörgum félagslegum málaflokkum eins og
fjölskyldu- og skólamálum. Álitin eru siöan gefin út i
bók og reynast oft umræðugrundvöllur á þjóóþingi og i
hinni pólitisku umræóu almennt. En auk þess koma þau aó
verulegu gagni i þjóómálaumræóu innan safnaóanna, en slik
umræóa hefur færst mjög i vöxt i evrópskum og bandariskum
kirkjum undanfarna áratugi. Mætti hugsa sér, aó álit
islenskrar þjóómálanefndar gætu einnig komió aó gagni á
sama hátt hér og enn fremur aó umræóuhópar um þátt
kristinnar trúar og lifsskoóunar i þjóðlifinu yróu
viótekinn þáttur i starfi safnaóanna. Má segja, aó
reynsla Þjóóverja af þjóómálaráói sé þaó jákvæó, aó
hiklaust mætti taka hana til fyrirmyndar.