Gerðir kirkjuþings - 1986, Blaðsíða 126
118
1986
17. KIRKJUÞING
30. mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um listráðgjafa kirkjunnar.
Flm. dr. Gunnar Kristjánsson
Kirkjuþing beinir þvi til Kirkjuráós, að þaó undirbúi
erindi til stjórnvalda þess efnis, aó komió veröi á fót
embætti listráðgjafa kirkjunnar.
Greinargeró:
Þaö er kunnara en frá þurfi aó segja, aó list og kirkja
hafa um aldir átt nána samleió. Kirkjur hafa löngum verió
vandaóar byggingar þar sem leitað hefur verió til góóra
iónaðarmanna, listamanna og fólks meó sérþekkingu á ýmsum
svióum þegar geró og búnaóur kirkjuhússins hefur verió
annars vegar.
Sama gildir hér á landi. Elstu kirkjuhúsin hérlendis voru
jafnan reist af færustu mönnum sins byggóarlags og síóan
var búnaóur þeirra vandaóur og fagur, annaö þótti vart
hæfa húsi Drottins. Á sióari árum hefur hér nokkuó breytt
um af ýmsum ástæöum. Kirkjuhúsin eru ekki lengur eins
einföld aó geró og áóur fyrr, listskreytingar eru flóknara
mál en löngum var í islensku sveitakirkjunni og vióhald
gamalla bygginga krefst sérþekkingar, sem ekki er alls
staóar fyrir hendi.
Þjóóminjasafn og húsafrióunarnefnd, sem starfar á þess
vegum, hafa unnió gott starf vió varðveislu muna og húsa
og veitt i sumum tilvikum fjárhagslegan styrk til fram-
kvæmda auk sérfræóilegrar ráógjafar. Þessi aóstoó er þó
af skornum skammti og takmarkast við varóveislu gamalla
menningarverómæta.
Aó þvi er varóar ráógjöf til safnaóa vegna teikningar
nýrrar kirkju eða safnaðarheimilis, breytinga á kirkju,
endurbóta af ýmsu tagi, kaup á listaverkum og skrúóa, mat
á hugmyndum, afstööu til gjafa, jafnvel stórgjafa til
kirkju og fleira i þá veru er hins vegar ekki um auðugan
garó aó gresja. Hér hefur til skamms tíma ekki verið um
neina ráógjöf aó ræóa fyrir söfnuói landsins i þessu efni
nema þá ráógjöf, sem þeir hafa oróiö sér úti um sjálfir,
en oft hafa þeir oróió fyrir vonbrigóum.
1 nokkur ár hefur þaö verið hlutverk kirkjulistarnefndar
aó veita slíka ráógjöf og þaö hefur hún gert eftir bestu
getu. Hún hefur hins vegar komist aó þvi, aó hér er um
mál af slikri stæróargráöu aó ræöa, aó hún fengi meó engu
móti sinnt því sem skyldi þótt hún gæfi sig aó þvi af
fullum krafti. Nefndin er sem kunnugt er skipuó þremur
mönnum: presti, arkitekt og listfræóingi skv. tilnefningu
fagfélaga. Hún er aö heita má fjrvana. Kirkjulistar-