Gerðir kirkjuþings - 1986, Side 107
99
1986
17. KIRKJUÞING
24. mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um utanrikismál.
Flm.: sr. Gunnar Kirstjánsson
" Lárus Þorv. Guómundsson
Kirkjuþing samþykkir, að verksvió og hlutverk utanrikis-
nefndar þjókirkjunnar verói tekið til ítarlegrar
endurskoóunar. Kirkjuþing felur Kirkjuráói að kjósa fimm
menn i utanrikisnefnd, þrjá presta og tvo leikmenn. Skal
Kirkjuráó setja nefndinni erindisbréf þar sem henni er
meóal annars faliö
- aó hafa yfirumsjón meó erlendum samskiptum á vegum
íslensku þjóókirkjunnar.
- aó efla samskipti íslensku kirkjunnar vió systurkirkjur
erlendis
aö greióa götu presta sem vilja fara utan til
endurmenntunar og annarra, sem vilja kynnast kirkjulegu
starfi erlendis
- aó hafa yfirumsjón meó þróunarhjálparstarfi islensku
kirkjunnar.
Utanrikisnefnd starfi i fjögur ár og skili ítarlegri
starfsskýrslu árlega til Kirkjuþings. Auk þess leitist
nefndin vió aó koma á framfæri upplýsingum um kirkjulegt
starf á alþjóólegum vettvangi til islenskra safnaóa.
I áliti til kirkjuþings 1983 um nefndaskipan og
nefndarstarf þjóókirkjunnar, segir svo um utanrikisnefnd:
"Utanrikisnefnd skipuð frá 1960 til að samræma tengsl
kirkjunnar vió útlönd. Þjóókirkjan er aðili aó
Alkirkjuráóinu...Kirkjustofnun Noróurlanda og Lútherska
heimssambandinu... Auk þess tekur nefndin þátt i starfi
annarra alþjóólegra samtaka eftir þvi sem aóstæóur leyfa."
Það kemur einnig fram i skýrslu þessari, aó biskup hafi
litið svo á, aó utanrikisnefnd sé ein fastanefnda
kirkjunnar þótt nefndin, sem hér er vitnaó til, dragi i
efa, aó svo þurfi aó vera. I lokatillögum nefndarinnar
segir, aó "fastanefndir þjóókirkjunnar séu ekki
skilgreindar" en lagt er til aó nefndir sem litió er á sem
slikar, séu skipaóar til ákveóins tima, t.d. 4 ára og meó
afmörkuðu starfssviói. Þá er lagt til, aó "allar nefndir,
stofnanir og einstaklingar er vinna i þágu þjókirkjunnar
skili árlega skýrslu um störf sin fyrir hvert almanaksár.
Þessar skýrslur komi árlega út i árbók kirkjunnar".
Aó þvi er utanrikisnefnd varóar viróist ekki hafa verió
tekió tillit til þessara ábendinga "nefndarinnar".
Tillagan er sett fram til þess aó skapa umræóu um
utanrikissamskipti islensku þjóókirkjunnar, sem þurfa aó
vera meiri og markvissari. En til þess þarf
utanrikisnefnd að hafa mun traustari starfsgrundvöll og
meira fjármagn. Utanrikissamskipti islensku kirkjunnar