Gerðir kirkjuþings - 1986, Blaðsíða 142
134
Greinargerð
Lög um Kirkjubyggingasjóó munu fyrst hafa verió sett 1954,
lög nr. 43, 14. apríl 1954. Efni þeirra var í aóalatrióum
hió sama og efni gildandi laga. Þá var ákveóió, aó árlegt
framlag ríkissjóðs skyldi vera 500 þús. kr. Ekki var gert
ráó fyrir neinum álögum vegna vísitölubreytinga.
Sjálfsagt væri hægt aó gera samanburó á verógildi þessara
500 þús. kr. 1954 og þeirra 600. þús kr., sem ákveðió var,
aó ríkissjóóur legói fram samkvæmt lögunum frá 1981. Þaó
veróur ekki reynt aó sinni.
1 2. gr. laganna frá 1981 segir, aó endurskoóa skuli
upphæóina 600 þús kr. meö hliósjón af byggingavísitölu
eins og hún er 1. júlí ár hvert. Væntanlega hefur verió
gert ráó fyrir því, aó grunnupphæóin hækkaói árlega í
samræmi vió hækkun byggingavísitölunnar. Á ýmsu hefur
gengió i því efni undanfarin ár.
1 frumvarpi til fjárlaga fyrir árió 1987 sem nú liggur
fyrir Alþingi, mun hækkunarreglunni fylgt og er þar gert
ráó fyrir aó framlag til Kirkjubyggingasjóös skuli á árinu
1987 nema 3.246 þús. kr.
Eins og kunnugt er hefir Kirkjubyggingasjóóur veitt lán
til langs tima - 20 -40 ára. Lánin hafa verió óverótryggó
og vaxtalaus a.m.k. lengst af. Sjóðurinn hefur því nánast
verió styrktarsjóóur. Stofnfé sjóósins hefir gufaó upp.
Upphaflegt markmió meó stofnun sjóósins hefir þannig aó
engu oröió.
Þaó hlýtur aó vera æskilegt markmió, aö til sé sjóóur, sem
veiti eólileg og hæfileg lán til nýsmíöi kirkna og
meiriháttar endurbóta á eldri kirkjum. Þaó er einnig
eölilegt, aó ríkissjóóur leggi slíkum sjóói árlega til
stofnfé, svo lengi sem þarf, til aó hann geti gegnt
hlutverki sínu. Jafnframt er nauösynlegt, aó lán úr
sjóónum séu verðtryggó og beri skynsamlega vexti, þannig
aó sjóóurinn eigi sér lífs von og geti gegnt hlutverki
sínu um ófyrirsjáanlegan tíma.
Telja veróur óeólilegt að í lögum sé bundið, hvert framlag
rikissjóós skuli vera ár hvert. Ákvöröun um slikt hlýtur
aó eiga aó byggjast á mati fjárveitingarvaldsins -Alþingi-
hverju sinni. Kirkjuyfirvöldum, þ.e. kirkjumálaráóuneyti
og biskupsembætti, ætti aó vera skylt aó gera rökstuddar
tillögur ár hvert í fjárlagatillögum um fjárþörfina og i
framhaldi af þvi fjárveitingar. Hér verður ekki gerð
tillaga um þaó, hvernig að slíkri tillögugeró veröi
staóió. Síöan veltur þaó á Alþingi, hver fjárveitingin aó
lokum veróur.
Þaó fer ekki á milli mála, aó þetta kallar á aukió starf
biskupsembættis og kirkjumálaráöuneytis. En í þessu
sambandi er ástæóa til að binda miklar vonir vió ráóningu
sérstaks fjármálastjóra hjá biskupsembættinu. Jafnframt
verður aó treysta þvi, aó allir söfnuðir, einkum þeir sem
vilja fá lán úr Kirkjubyggingasjóöi, hafi reikninga sina i