Gerðir kirkjuþings - 1986, Side 101
93
1986
17. KIRKJUÞING
19. mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um myndræn hjálpargögn.
Flm. sr. Þorbergur Kristjánsson.
"Kirkjuþing beinir þeim tilmælum til Kirkjuráós, aó þaó
hlutist til um, að æskulýósful1trúa verói gert fært aó
endurnýja og auka vió myndræn hjálpargögn til afnota í
barna- og æskulýósstarfi þjóókirkjunnar."
Greinargerð
Á prestastefnu 1984 geróu fulltrúar úr fræóslunefnd kirkj-
unnar grein fyrir feró, er þeir höfóu farió til Noróur-
landa aó kynna sér notkun myndbanda í boðun og þá einkum í
barna- og æskulýðsstarfi.
Lögóu þeir áherslu á, aó við hagnýttum þá möguleika, sem
hér væri um að ræóa. Þetta voru vissulega oró i tima
töluð, en mikil vandkvæói eru á aó fara eftir þeim, vegna
þess, að svo til ekkert nothæft efni er hér fáanlegt.
Fræóslumyndasafn rikisins hefir aó vísu nýlega fengió
nokkur myndbönd meó Biblíuefni, en æsku]ýósful1trúi hefir
aðeins haft fáein bönd meó táknrænum myndum sem litt eru
aógengileg eóa áhugaverð fyrir börn. Myndræmusafn æsku-
lýósstarfsins er gamalt og úr sér gengið og ekkert efni
til fyrir myndvarpa. Nauðsynlegt er aó bæta úr þessu,
enda er til mikió og fjölbreytilegt efni af þessu tagi i
nágrannalöndum okkar og er ómissandi á öld myndmálsins,
þótt vist standi hið talaóa oró ávallt fyrir sinu og þaó
megi síst af öllu vanmeta.
Visaó til fjárhagsnefndar, er leggur til, aó tillagan
orðist þannig: (Frsm. sr. Einar Þór Þorsteinsson).
Kirkjuþing beinir þeim tilmælum til kirkjuráós, aó þaó
hlutist til um, aó æskulýósfulItrúa verði gert fært aó
endurnýja og auka við myndræn hjálpargögn til afnota í
barna- og æskulýðsstarfi þjóókirkjunnar. Jafnframt leggur
þingió til að tekin verði upp samvinna vió Fræóslu-
myndasafn rikisins og hugsanlega fleiri aóila varóandi
þetta mál.
Samþykkt samhljóóa.