Gerðir kirkjuþings - 1986, Blaðsíða 153
145
Þegar á reynir í lifinu á hvaóa sviói sem er og vió
okkur blasa hin háu og aó því er viróist óyfirstíganlegu
fjöll erfióleikanna, er gott aó geta verió hljóóur og
heyrt hiö innra í hugskoti sínu orð vonarinnar líkt og í
sálminum stendur: "Góóur engill Guós oss leióir, gegnum
jaröneskt böl og stríó, léttir byróar angist eyóir, engil1
sá er vonin blíó."
Þegar vió hugleióum hlutverk okkar, sem Kirkjuþing,
kemur mér i hug skilgreining Páls Postula, þegar hann
ræóir um ráósmennsku kristinna manna og segir: "Því aó
samverkamenn Guös erum vér og þér eruó Guös akurlendi,
Guós hús." og Páll heldur áfram og segir: "Þannig líti
menn á oss svo sem þjóna Krists og ráðsmenn yfir
leyndardómum Guós. Nú er þess krafist af ráósmönnum aó
sérhver reynist trúr."
Vió tökum eftir því aó hér stendur: Þess er krafist.
Þetta sama oró þekkjum vió mæta vel, því aó þaó er oft
noróa í tillögugerð og málflutningi, þegar þessa eóa hins
er "krafist" af ráóamönnum eöa samtökum. Hér er sagt frá
því, hvers Guó krefst af okkur: Aó vera trúr ráósmaóur
yfir leyndardómum Guós.
Ég lít svo á, aó vió höfum þessa tíu daga sem
Kirkjuþing verió aó keppa aó þessu marki, - og þaó ekki
síóur þó aó skoóanir hafi skipst. Leyndardómur Guós er
svo djúpur, hár og víófeómur, aó þaó er ofætlun aó hver
einstakur geti haft augastaó á öllum áhersluatrióum, sem
æskilegt er aó komi fram, sjáist, heyrist og ræóist.
Ein af mekingum orósins "Þing" - sem þessi stofnun
kirkjunnar er kennd viö, er "góóur hlutur". Sú merking
minnir mig á oró Krists, er hann sagói i húsi systranna
foróum í Betaníu: "Maria valdi "góóa hlutann" góóa
hlutskiptiö. Þaó verður ekki frá henni tekið." Hugleióum
þetta i lok umræóna og alls, sem hefur gerst, því aó þar
komum viö aó brennipunktinum, buróarásnum, hinu eina
nauósynlega, eins og Kristur oróaði þaó, sem í þvi felst,
aó ganga til Krists, setjast, krjúpa vió fætur hans og
finna þar hió eina nauðsynlega athvarf, hvort sem siglt er
um lygnan eóa krappan sjó.
"Þegar Kólumbus var aó fara yfir hafiö, skrifaói hann í
leióabók hvers dags: "Þennan dag sigldum vió áfram!" Og
það var sama á hverju gekk, og hvernig stormurinn lék um
skipió: Þar stóð ætíð sami textinn: "Þennan dag sigldum
vió áfram!"
Þó hafói Kólumbus sára lítið að styójast vió er hann
stefndi skipi sínu yfir hafió, - þar var á fátt eitt aó
treysta um framhald ferðarinnar.
En við höfum Guó, hann sem varóveitir stjörnurnar á sinum
staó, - hann sem sendi son sinn til okkar, - kom reyndar
sjálfur í syni sínum, dó fyrir sérhvert okkar og reis upp.
Höfum viö þá ekki ríka ástæóu til þess aó vera vongóó:
sigla áfram, - vió sem höfum sameinast um "góóa hlutann" -
sem eigi veróur frá okkur tekinn.
Aó venju hefur Kirkjuþing staóió í 10 daga og tekió fyrir
38 mál. öll eru þau okkur mikilvæg, því aó þau eiga aó
stuóla aó bjartari og fegurri framtíö.