Gerðir kirkjuþings - 1986, Page 144
136
5. Stefnt er aó því, aó ákvæói um vexti og veróbætur séu
i samræmi vió núverandi stefnu stjórnvalda, þó þannig
aó ákvæói um vexti séu í samræmi vió þaó sem gerist,
þegar um íbúóabyggingu er aó ræóa, enda eru þau
vaxtakjör væntanlega þau bestu, sem nú bjóóast.
6. Loks er stefnt aó því að gera Kirkjubyggingasjóó aó
stofnun sem eigi sér líf fyrir höndum og geti staóió
á eigin fótum. Þaó er Ijóst aó talsverðan tíma getur
tekið aó gera sjóóinn aó traustri lánstofnun fyrir
þjóókirkjuna aðallega vegna þeirra annmarka, sem í
lögum hefur verió frá upphafi.
Ein meginástæóa fyrir flutningi þessa frumvarps er aó ef
þessar breytingar veróa geróar, skapast von til þess, aó
ríkissjóöur stórauki framlög sín til Kirkjubyggingasjóós,
enda er þörfin fyrir slíkt augljós.
Vió fyrri umræóu flutti sr. Jón Einarsson þá
breytingartillögu aó í staó Tillaga til þingsályktunar um
Kirkjubyggingasjóó komi Frumvarp til laga um breytingu á
lögum um Kirkjubyggingasjóö. Enn fremur benti sr.
Þórhallur Höskuldsson á aó réttara væri í 2. greininni aö
vísa til laga en ekki reglugerðar.
Vísaó til löggjafarnefndar (Frsm. sr. Þórhallur
Höskuldsson).
Vió aóra umræóu var breytingarti11aga sr. Jóns Einarssonar
samþykkt samhljóóa. Breytingar sem löggjafarnefnd leggur
til eru:
1. 1 staó oróanna "Samkvæmt ákvæöum reglugeróar nr. 748,
3.nóv. 1983" komi: "Samkvæmt heimild í 2.
tölulió E-lióar 30. gr. laga nr. 75/1981 um
tekjuskatt og eignarskatt.
2. í 2. málsgr. 4. gr. breytist 2/5 í 3/5.
3. Nefndin er sammála um eftirfarandi formála aó frum-
varpinu.
Kirkjuþing 1986 minnir á vandaö frumvarp til laga, sem
samþykkt var á Kirkjuþingi 1982 um sóknarkirkjur og
kirkjubyggingar. Þessi lagabálkur hefur enn enga
afgreióslu fengió hjá stjórnvöldum. Kirkjuþing hvetur
kirkjumálaráóherra til þess aó leggja þaó mál fyrir
Alþingi til afgreióslu.
En meóan téð frumvarp fær ekki afgreiðslu fer Kirkjuþing
þess á leit vió kirkjumálaráóherra aó hann flytji á
Alþingi svohljóöandi frumvarp:
Forseti bar síðan upp hverja grein frumvarpsins og
frumvarpió í heild. Var það ásamt formála löggjafarnefndar
samþykkt samhljóóa.