Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Side 6

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Side 6
Ágæti félagsmaður og lesandi. Tímarit um menntarannsóknir kemur nú út í þriðja sinn. Tímaritið er í stöðugri mótun og birtir nú auk hefðbundinna fræðigreina viðtal okkar Kristínar Jónsdóttur við Gerði G. Óskarsdóttur fráfarandi fræðslustjóra og sviðsstjóra Menntasviðs Reykjavíkur. Gerður hefur í starfi sínu lagt áherslu á að ákvarðanir við stjórn menntamála byggist á traustum grunni rannsókna. Eins og fram kom í pistli Gretars L. Marinóssonar í TUM 2005 er markmið tímaritsins ekki síst að stuðla að hagnýtingu rannsókna á sviði menntunar og þess vegna er forvitnilegt að kynnast reynslu Gerðar af nýtingu rannsókna við stjórn og stefnumótun í menntamálum. Fimm fræðigreinar eru birtar, af ólíkum sviðum menntamála. Kristján Kristjánsson skrifar um vingjarnleika sem dygð í kennslu og beinir þar sjónum að persónueinkennum kennarans en þau eru ekki síður mikilvægt umfjöllunarefni en tæknilegir þættir kennslu. Amalía Björnsdóttir, Börkur Hansen og Ólafur H. Jóhannsson greina frá hlut kennara í mótun skólastarfs, mati þeirra á faglegu sjálfstæði sínu og skólans eftir að rekstur og stjórn grunnskóla færðist til sveitarfélaga 1995. Þessir höfundar hafa áður kynnt niðurstöður rannsókna á áhrifum stjórnkerfisbreytingarinnar á ýmsa aðra þætti skólastarfs. Kristín Elva Viðarsdóttir og Sif Einarsdóttir skrifa um áhrif fræðslu á viðhorf og þekkingu grunnskólakennara á sam- og tvíkynhneigð. Greinin er unnin er upp úr ritgerð Kristínar Elvu sem valin var besta M.Ed. ritgerðin við KHÍ árið 2006 af vísindaráði Kennaraháskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fræðsla af þessu tagi geti haft áhrif. Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar um námshegðun leiðtoga í 10. bekk grunnskóla af báðum kynjum í ljósi kenningar Bourdieus um menningarauð. Þessi rannsókn er ekki síst áhugaverð fyrir þær sakir að hún veitir innsýn í ólík viðhorf kynjanna til náms, en kynjamunur er sem kunnugt er mikill á samræmdum prófum. Loks er í grein Guðnýjar Guðbjörnsdóttur greint frá rannsókn á lestrarvenjum ungs fólks og niðurstöðurnar settar að nokkru leyti í samhengi við svipaðar rannsóknir frá ólíkum tímum um lestrarvenjur ungs fólks og fullorðinna. Ritstjórnin vill þakka ritrýnum fyrir sitt framlag og Námsmatsstofnun fyrir aðstoð við útgáfu tímaritsins. Ragnar F. Ólafsson Frá ritstjóra 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.