Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Side 33

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Side 33
28 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra Á Íslandi hafa viðhorf kennara til sam- eða tvíkynhneigðar einnig lítið verið könnuð. Hrönn Bessadóttir o.fl. (2003) gerðu viðhorfs- könnun meðal 74 grunnskólakennara á Norðurlandi og 30 sam- og tvíkynhneigðra ungmenna. Rúmur helmingur ungmennanna sem þátt tók telur kennara haldna fordómum gagnvart kynhneigð sinni. Tæpur helmingur sagðist ekki vita neitt um viðhorf kennara en enginn tók þá afstöðu að kennarar væru ekki haldnir fordómum í garð ungmennanna. Það er mest afgerandi í þessum niðurstöðum að lítið ber á jákvæðum viðhorfum á meðal kennara til sam- og tvíkynhneigðra. Þó svo að einungis um 3% kennaranna hafi afgerandi neikvæð viðhorf til samkynhneigðra eru einungis 50% með jákvæð viðhorf og hinir eru hlutlausir. Ef þetta er borið saman við viðhorf til gagnkynhneigðra er 81% með jákvæð viðhorf og enginn lét í ljós neikvæð viðhorf. Mestu fordómarnir eru þó í garð tvíkynhneigðra, en einungis um fjórðungur kennara er jákvæður en 16% eru neikvæðir. Niðurstöðurnar benda til þess að viðhorf íslenskra kennara séu jákvæðari til gagnkynhneigðra en til sam- og tvíkynhneigðra og endurspegli að miklu leyti ríkjandi viðhorf og fordóma í samfélaginu. Staða og líðan sam- og tvíkynhneigðra ungmenna Eins og Sara Dögg Jónsdóttir (2005) bendir á hefur því stundum verið haldið fram að samkynhneigð fyrirfinnist ekki í grunnskólum. Sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast. Ungmenni eru oft að byrja að átta sig á kynhneigð sinni í kringum tólf ára aldur (D´Augelli og Hershberger, 1993). Í íslenskri rannsókn kom fram að 35% samkynhneigðra höfðu gert sér grein fyrir kynhneigð sinni fyrir 14 ára aldur (Guðmundur Páll Ásgeirsson, Halldóra B. Bergmann og Toby S. Hermann, 1994a). Þessir hópar unglinga eru berskjaldaðir gagnvart þeim kynhneigðarhroka sem birtist í grunnskólanum. Sem dæmi um hvernig fordómar birtast er það að orð yfir samkynhneigð eru vinsæl skammaryrði (Burn, 2000; Fontaine og Hammond, 1996) og nota unglingar margir hverjir orðið hommi í niðrandi merkingu (Guðmundur Páll Ásgeirsson, 1996). Áhrifa gagnkynhneigðarrembu gætir einnig innan grunnskólanna. Það er t.d. hvergi minnst á samkynhneigð eða tvíkynhneigð í Aðalnámskrá grunnskóla frá 1999. Töluvert af kennsluefni um samkynhneigð hefur verið samið á síðustu árum (t.d. Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson, 2000; Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Þorvaldur Kristinsson, 2003; Reynir Þór Sigurðsson og Jóna Björk Sigurjónsdóttir, 1997; Sara Dögg Jónsdóttir, 2003), en það er hins vegar undir hverjum og einum kennara komið hve mikið fjallað er um kynhneigð fólks og því ekki ljóst að hve miklu leyti þetta efni er notað í kennslu. Lítið sem ekkert er um það að aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð birtist sem eðlilegur hluti af mannlífi fólks í kennslubókum. Sam- og tvíkynhneigðir unglingar þurfa líkt og gagnkynhneigðir félagar þeirra, að hafa fyrirmyndir til að samsama sig með. Innan grunnskólans gegna sam- og tvíkynhneigðir kennarar mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir. Skólastjórar hér á landi viðurkenna þörf og mikilvægi þess að ræða um samkynhneigð innan skólakerfisins, en að sama skapi vilja allflestir þeirra að samkynhneigðir kennarar feli kynhneigð sína fyrir nemendum (Sara Dögg Jónsdóttir, 2001). Þetta bendir til þess að nú á tímum sé í lagi að ræða um samkynhneigð í íslensku skólakerfi ef kennarar kjósa að gera svo, en það sé ekki í lagi að vera samkynhneigður. Einangrun vegna skorts á fyrirmyndum, kynhneigðarhroki og gagnkynhneigðarremba leiðir til þess að sam- og tvíkynhneigð ung- menni hafa neikvæðari viðhorf til skólans en félagar þeirra og lenda þau oftar í vandræðum þar (Russell, Seif og Truong, 2001). Staðan er sú að sam- og tvíkynhneigðum ungmennum hættir frekar við ýmsum félagslegum og heilsufarslegum vandamálum, m.a. þunglyndi (Fontaine, 1998), átröskun (Robin, o.fl., 2002), drykkju og eiturlyfjanotkun (Orenstein, 2001; Russell, o.fl., 2002) auk sjálfsvíga (Hershberger, Pilkington og D´Augelli, 1997). Alvarlegasta hlið þessa vanda birtist í því að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.