Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 38
33
Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006
prófana sem túlka má sem staðalfrávikseiningu.
Talað er um að áhrifsstærð sé lítil þegar hún
er undir 0,2, meðalstór þegar hún er á bilinu
0,2–0,8 og stór þegar hún er yfir 0,8 (Cohen,
1988). Eftir því sem áhrifsstærðin stækkar er
minni skörun í dreifingu svara þátttakenda á
milli prófananna, sem þýðir að meiri breyting
hefur orðið á svörunum.
Þegar meðaltöl tilraunahópsins eru skoðuð
kemur í ljós að viðhorf til bæði homma og
lesbía verða jákvæðari í kjölfar fræðslunnar.
Áhrifsstærðirnar eru í meðallagi stórar sem
bendir til þess að fræðslan hafi áhrif á viðhorf
til homma og lesbía. Það sama má segja um
sértæk viðhorf kennara til samkynhneigðar og
framtíðarhegðun kennara við aðstæður sem
tengjast samkynhneigð innan skólakerfisins.
Meðaltöl þessara spurningalista lækka sem
bendir til þess að sértæk viðhorf kennara til
samkynhneigðar verði jákvæðari og að áætluð
framtíðarhegðun kennara við aðstæður tengdar
samkynhneigð innan skólakerfisins verði
jákvæðari í kjölfar fræðslunnar (áhrifsstærðir
eru settar fram sem plús tölur til samræmis
við hina kvarðana). Þekking á málefnum sam-
og tvíkynhneigðar virðist einnig verða meiri
í kjölfar fræðslunnar þar sem að meðaltali
voru 63% rétt svör fyrir fræðsluna en 80%
eftir fræðsluna sem einnig sést endurspeglast í
stórri áhrifsstærð.
Ekki reyndist mögulegt að framkvæma
dreifigreiningu með margbreytugreinidreyf-
ingu (MANOVA) til þess að skoða samspil
hópa og mælingar þar sem hóparnir voru
af mismunandi stærð og dreifitölur þeirra
voru ólíkar. Til að kanna hvort tölfræðilega
Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra
1. tafla. Samanburður á þekkingu á málefnum samkynhneigðra og viðhorfum til samkynhneigðra fyrir og
eftir fræðslu og á milli tilrauna- og samanburðarhóps
Forpróf Í lok fræðslu df t-gildi áhrif (d)
M (sf) n M (sf) n
Viðhorf til homma (MHS-H)
Tilraunahópur 4,40 (0,57) 40 4,61 (0,43) 43 0,42
Samanburðarhópur 4,23 (0,64) 65 4,22 (0,65) 49 83,8 3,5***
Viðhorf til lesbía (MHS-L)
Tilraunahópur 4,42 a (0,56) 40 4,59 (0,49) 43 0,35
Samanburðarhópur 4,15 (0,70) 65 4,17 (0,67) 49 87,2 3,4***
Sértæk viðhorf kennara (EAS)
Tilraunahópur 12,33 (3,50) 40 11,03 (2,88) 43 0,41
Samanburðarhópur 12,54 (3,81) 65 12,61 (3,10) 50 91 2,5**
Framtíðarhegðun kennara (AEB)
Tilraunahópur 28,21 (6,83) 40 25,44 (6,22) 43 0,43
Samanburðarhópur 29,89 (8,47) 65 31,01 (8,68) 50 88,3 3,6***
Þekking á sam- og tvíkynhneigð (HIS)
Tilraunahópur 8,80 (3,24) 40 11,23 (2,89) 43 0,79
Samanburðarhópur 9,28 (3,68) 65 9,84 (3,56) 50 91 2,1*
a Marktækur munur milli tilraunahóps og samanburðarhóps p<0,05.
* p<0,05; ** p<0,01; *** p<0,001 M = meðaltal; sf = staðalfrávik; n = fjöldi í hóp; df = frelsisgráður; d = áhrifsstærð.