Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 48

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 48
43 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 niðurstöður rannsóknarinnar samrýmast kenningum og rannsóknum varðandi hlutdeild menningarauðmagns í náms- og félagsstöðu nemenda. Í rannsóknum á skólakerfum er óhætt að segja að hugtakið menningarauðmagn hafi verið þýðingarmikið. Bourdieu leitaðist við að skýra misgóðan námsárangur með kenningum sínum um menningarlegt, félagslegt og efnahagslegt auðmagn (Bourdieu, 1973, 1986; Bourdieu og Passeron, 1977). Sem dæmi um það vægi sem kenningar Bourdieus hafa haft á menntarannsóknir má nefna að mælikvarðar á ákveðna þætti menningarauðmagns eru orðnir fastir liðir í megindlegum, fjölþjóðlegum rannsóknum á jafnrétti í skólakerfum (European group for research on equity in educational systems, 2005; PISA, 2004). Því verður í upphafi greinar velt upp áleitnum spurningum varðandi skilning á hugtakinu og mælingar á því. Hafa ber í huga að gögn rannsóknarinnar ná til fámenns hóps nemenda í hverfi með nokkuð háu hlutfalli menntaðrar millistéttar. Niðurstöðurnar mótast því af bakgrunni nemenda og menningarumhverfi skólans og því er ekki hægt að alhæfa út frá þeim. Gögnum var aðallega safnað veturinn 2001- 2002, þegar nemendur sátu í 10. bekk, en leiðtogum af hvoru kyni var einnig fylgt eftir með viðtölum eftir að þau hófu nám í framhaldsskóla. Sjónarhornið í þessari umfjöllun um rannsóknina beinast meira að drengjaleiðtoganum. Það mótast aðallega af því að til eru meiri gögn um hann, bæði vegna þess hversu áberandi hann var í bekkjarstarfinu og eins vegna þess að fleiri viðtöl náðust við hann (3 viðtöl við hann en 2 við hana). Eins virtust völd hans og áhrif á drengjahópinn í bekknum áþreifanlegri en áhrif kvenleiðtogans á stelpurnar en það skýrist betur síðar. Kenningar og rannsóknir Menntakerfið krefst þess sama af öllum – að nemendur hafi fengið jafn mikið af því sem menntakerfið gefur þeim ekki (Bourdieu, 1973). Í þessum orðum Bourdieu kemur fram meginskýring hans á því hvernig skólinn styður við og endurskapar það misrétti sem fyrir er í samfélaginu. Í grein sinni The forms of capital sem telja má eina af hans lykilgreinum heldur Bourdieu því fram að öll hæfni geti talist menningarauðmagn svo lengi sem hún samræmist menningarhefðum samfélagsins. Það er hins vegar skilyrði að aðeins fáir í samfélagshópnum hafi þessa hæfni ef þeir eiga að geta hagnast á henni félagslega (Bourdieu, 1986:49).1 Svo að dæmi sé tekið úr íslenskum veruleika þar sem ég kenndi úti á landi, var mikil virðing borin fyrir þeim sem voru góðir í skák, stærðfræði, á tölvur eða gátu spilað vel eftir eyranu á hljóðfæri. Þeir sem höfðu eitthvað slíkt til brunns að bera nutu meiri virðingar innan nemendahópsins. Að vera góður í dönsku var hins vegar ekki talið eftirsóknarvert þrátt fyrir að fáir byggju yfir þeirri færni, þar sem það samræmdist ekki verðmætamati samfélagsins. Bourdieu fjallar um þrjár víddir menningarauðmagns: Í fyrsta lagi er það holdgerving auðmagnsins (The embodied state) sem merkir að sú þekking og leikni sem einstaklingur fær, þjálfar með sér og temur sér frá blautu barnsbeini verður honum svo eiginleg að erfitt er að greina milli meðfæddra eiginleika og áunninna.2 Hún líkamnast og birtist í öllum háttum, tungutaki, hugarfari og væntingum til lífsins og kallast veruháttur (habitus) einstaklingsins (Bourdieu, 1986). Kynferði er að mati Bourdieus einn sterkasti þátturinn í veruhætti einstaklinga (Bourdieu, 2001). Þessi „inntaka“ þarfnast mikils tíma og rýmis og markast af því menningarlega auðmagni Námshegðun leiðtoga í unglingabekk 1 …any given cultural competence (e.g., being able to read in a world of illiterates) derives a scarcity value from its position in the distribution of cultural capital and yields profits of distinction for its owner. 2 Því telur Bourdieu út í hött að skilja að mælingar á greind og menningarauðmagni, eða stjórna fyrir greind þegar skoðuð eru áhrif menningarauðmagns (Lareau og Weininger, 2003) eins og gert er í mörgum rannsóknum (t.d. DiMaggio, 1982; Dumais, 2002).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.