Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 49

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 49
44 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Námshegðun leiðtoga í unglingabekk sem uppalendur búa yfir. Þetta tengist einnig efnahagslegu auðmagni þeirra og þ.a.l. stéttar- stöðu að því leyti hversu mikinn tíma börn fá (miklar/litlar skyldur á heimili, vinna utan heimilis) bæði til sjálfsnáms og frá uppalendum til að byggja upp menningarauðmagn sitt. Eins er misjafnt hvort uppalendur geta keypt aðra til verksins ef þeir hafa sjálfir takmarkaðan tíma. Í öðru lagi er það hlutbundna víddin (The objectified state) sem byggist á því að skoða menningarneyslu og menningarlegar eignir og þarf ávallt að skoðast í samhengi við veruhátt einstaklinga. Í menntunarrannsóknum hefur bæði menningarneysla nemenda sjálfra verið skoðuð (Kaufman og Gabler, 2004) sem og neysla foreldra þeirra (DiMaggio, 1982). Menningareignir hafa svo verið metnar í fjölda klassískra bóka á heimilinu, orðabóka og málverka svo dæmi séu tekin (PISA, 2004). Í þriðja lagi er það svo stofnanabundna víddin (The institutionalized state) sem vísar til þess að menningarauðmagn er stofnana bundið, svo sem í námsgráðum. Auðvelt er svo að um- breyta stofnanabundnu menningarauðmagni í félagslegt og/eða efnahagslegt auðmagn. Skólar eru því mikilvægar stofnanir í mótun og endursköpun þess sem kalla má ráðandi menningarauðmagn (Bourdieu, 1986). Gagnrýni hefur komið fram á það hvaða skilgreining hefur orðið ráðandi í rannsóknum á menningarauðmagni og mælikvarðarnir sem notaðir hafa verið til að meta það taldir of einhæfir og í sumum tilfellum villandi. Lareau og Weininger (2003) telja að rekja megi ráðandi skilgreiningar og mælikvarða á hugtakið til DiMaggio (1982) sem var einn af fyrstu fræðimönnum á sviði menntunar til að nýta sér kenningar Bourdieus um menningarauðmagn. Til að meta það í Bandaríkjunum studdist hann við mælikvarða sem Bourdieu (1973) þróaði til að lýsa hlutbundnu menningarauðmagni í Frakklandi. Spurningar tengdar lestri á klassískum bók- menntum og ljóðabókum, málverkum og fjölda bókasafns- og leikhúsferða eru dæmi um þessa mælikvarða. Gagnrýnendur telja afar mikilvægt að mjög ítarleg eigindleg greining á því sem kallast getur menningarauðmagn í hverju samfélagi eigi sér stað áður en farið er út í að meta áhrif þess á ýmsa þætti. Þeir nemendur sem skora hæst á þessum mælikvörðum teljast líklegri en aðrir til að samsama sig gildum skólans þar sem skólinn hampar menningu sem byggist á þessum þáttum (Bourdieu og Passeron, 1977). Komið hefur í ljós að mælikvarðarnir virðast henta til að lýsa menningarauðmagni í Frakklandi en ekki endilega í fjölmenningarsamfélagi á borð við það bandaríska (Kingston, 2001) eða ungu samfélagi eins og á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum úr PISA 2000 fyrir Ísland (Almar M. Halldórsson, 2006) er jákvæð fylgni milli efnahags-, menningar- og félagsstöðu foreldra (Economic, Social and Cultural Status) og lesskilnings en hún er veikari en í flestum samanburðarlöndum. Það sama má segja um menntun foreldra, fjölda bóka á heimili og menningarlega virkni nemenda utan skóla. Það sem virtist helst haldast í hendur við lesskilning voru félags- og menningarleg samskipti foreldra við nemendur. Hins vegar er mikil árangursdreifing milli einstakra nemenda á Íslandi, ekkert síður en í öðrum löndum (PISA, 2004), en þessir gömlu mælikvarðar á menningarauðmagn hafa ekki getað skýrt hana að neinu marki. Carter (2003) bendir á að þessir mælikvarðar séu í besta falli lýsandi fyrir þröngan hóp hvítra efristéttarnemenda og hafi lítið skýringargildi fyrir námsárangur eða valdastöðu nemenda sem samsama sig ekki miðevrópskum menningararfi. Þeir sem hafa skilgreint víkjandi eða jaðarsett menningarauðmagn (non-dominant cultural capital) (Carter, 2003; Warikoo, 2005), sem vísar til þess að menningargæði annarra hópa en hvítrar efristéttar geti umbreyst í menningarauðmagn innan samfélags þeirra, telja þessa túlkun of einhæfa og gefa villandi upplýsingar. Aðrir telja að hefðbundnar skilgreiningar séu of karllægar. Nowotny þróaði hugtakið tilfinningaauðmagn (emotional capital) sem Diane Reay (2004) hefur notað til að skilgreina ýmsa verðleika sem frekar virðast tengdir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.