Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 56

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 56
sína í eðlisfræði og líffræði, tónlistargáfu sína, rökræðufærni og íþróttagetu og svo mætti lengi telja. Frumkvæði hans og viska á ýmsum sviðum gerði hann vinsælan í allri hópvinnu eða eins og hann segir sjálfur: Félagar mínir [sóttu í] að vera með mér í hópverkefnum vegna þess að þá þurftu þeir ekki að gera neitt eiginlega nema bara skrifa niður þennan texta vegna þess að, þú veist, sem barn, þá var ég ótrúlega vel lesinn. Þarna kemur vel fram hvað hann hagnast mikið á bakgrunni sínum og uppeldi. Menningarauðmagn hans virðist samræmast mjög vel gildum skólans og styrkja stöðu hans bæði hjá kennurum og nemendum. Í uppvextinum hafði að hans sögn verið lögð áhersla á tónlistarhæfileika, kurteisi og heiðarleika og hann hafði frá blautu barnsbeini haft aðgang að, haft áhuga á og lesið margs konar fræðiefni. Þetta auðmagn varð lykill hans að valdamenningunni innan skólans. Hann nýtti sér þær leikreglur til að koma sér áfram, m.a. kynferði sitt sem gaf honum leyfi til að taka mikið rými hvar sem hann gat (Gordon, Holland og Lahelma, 2000; Howe, 1997). Enginn í bekkjardeildinni virtist hafa eða taka jafn mikið rými til að tjá sig og hafa jafn mikið traust varðandi ýmsar staðreyndaupptalningar sem hann tíndi til í kennslustundum og komu námsefninu oft lítið við. Hann naut oft mikillar upphefðar fyrir visku sína. Þess konar hegðun og rými virtist skipta meira máli fyrir hann og valdastöðu hans en einkunnin í faginu enda kom það fram hjá mörgum viðmælendum að hann væri greindasti nemandinn í bekknum. Í mörgum af þeim kennslustundum sem ég sat í fylgdist hann ekki vel með, var oft á tali við sessunauta sína en var fljótur að biðjast afsökunar ef kennarinn áminnti hann. Kennararnir sýndu honum mýkt þar sem hann var einkar kurteis og hafði sérstakt lag á að hafa þá jákvæða gagnvart sér þrátt fyrir stopul skil á heimanámi og á köflum flöktandi athygli í tímum. Námsviðhorf Valdimars kristallast í þessari tilvitnun og er hann þá ekki eingöngu að tala fyrir sig heldur einnig fyrir strákana í bekknum: Við vitum alveg að við getum gert betur ... eins og í svona prófi þar sem er sagt; já krakkar þegar þið eruð búin, þá megið þið bara fara (mm), þá bara flýtir maður sér með prófið og fer út. Þá er maður bara búinn að fá frí í tíma (mm) en það sem þær gera sko, stelpurnar, það einhvern veginn skiptir þær meira máli. Að nýta allan próftímann var sóun. Ef kennarinn gaf á annað borð kost á því að velja milli náms og frítíma var nauðsynlegt að nýta það og það var ljóst að þessi viðhorf réðu ferðinni meðal strákanna. Hér kemur lýsing stærðfræðikennarans á aukatíma sem hann hélt fyrir samræmdu prófin: Strákarnir voru afslappaðri, tökum bara dæmi. Þegar ég var með aukatíma í stærðfræði þá var ég með alla hópana, báða bekkina saman, og það voru stelpurnar sem sátu alla tvo, þrjá tímana sem við vorum, strákarnir komu, fóru í körfu, það var gífurlega gott veður, fóru í körfu, komu svo inn um 12 leytið, stoppuðu kannski í korter og fóru svo út í sjoppu en þeir voru í aukatíma allan tímann, þannig að það var ekki meiri metnaður í þeim, en hjá stelpunum gífurlegur metnaður. Hér er ljóst að allir strákarnir, hvort sem þeir hafa einskæran áhuga á því eða ekki, sleppa meira og minna að vera í aukatímanum og uppfylla þau skilyrði orðræðunnar sem Valdimar fjallar um í tilvitnuninni á undan. Birtingarmyndin er metnaðarleysi meðal stráka og samviskusemi meðal stelpna. Það kom fram í máli Breka að hann hafði engan sérstakan áhuga á körfubolta en var tilbúinn og þurfti að sögn kennara að leggja talsvert á sig til að ná árangri. Arnar hafði heldur engan áhuga á íþróttum. Hins vegar virðist sem allir 51 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Námshegðun leiðtoga í unglingabekk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.