Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 60

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 60
55 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 vinna með henni, frumkvæði í námsvinnunni sjálfri, sköpun, vandvirkni, ábyrgðarkennd og umhyggju fyrir velferð hópsins. Þess konar auðmagn var virt af fótboltastelpum og ýtti undir gott vinnulag og ástundun í námi en virtist ekki hljóta sams konar upphefð utan hópsins. Gott dæmi um það er að sú þekking og færni sem Valdimar bjó yfir virtist vega þyngra sem mælikvarði á greind nemenda. Fyrir marga af þeim færniþáttum sem komu fram í orðræðu kennaranna um hana sem nemanda (sbr. 3. tafla) má finna samsvörun við skilgreiningar á tilfinningaauðmagni (Reay, 2004). Valdimar taldi jákvætt að fá háar einkunnir ef það var ekki látið bitna á öðrum mikilvægari þáttum sem voru misjafnir eftir því hver vettvangurinn var (grunnskóli/framhaldsskóli). Það sem hins vegar var sameiginlegt á báðum stöðum var að valdastaða hans eða vinsældir mótuðust ekki af einkunnum eða ástundun hans í námi. Valdimar hafði mikla staðreynda- þekkingu í greinum sem mikil virðing var borin fyrir í skólasamfélaginu sem er í samræmi við ráðandi skilgreiningar á menningarauðmagni. Hann skapaði sér rými, eða nýtti það rými sem viðteknar hugmyndir um karlmennsku leyfa honum, og virðingarsess sem þarf til að koma þeirri þekkingu á framfæri. Hann kunni leikreglurnar og hafði „réttu“ þekkinguna. Því horfðu kennarar fram hjá misgóðri athygli í tímum og stopulu heimanámi. Það er aðeins eitt sem fellur ekki inn í hina ráðandi skilgreiningu: Hann sýnir ekki þetta auðmagn með afgerandi hætti í samræmdu námsmati. Eitt er að hafa mikið af menningarauðmagni, annað er svo með hvaða hætti manneskja kemur því á framfæri í skólanum og hvort það kemur fram í einkunnum. En hvað gerir það að verkum að Ása og vinkonur hennar og svo vinkonur Valdimars í framhaldsskólanum leggja svona mikið upp úr einkunnum, sem kallar á kvíða og ótta þeirra við að „standa sig ekki“ 7 þannig að þær bresta jafnvel í grát í miðju prófi. Mín tilgáta er sú að háar einkunnir hjá mörgum stelpum séu eins konar hlutbundið menningarauðmagn, notað sem staðfesting á hæfni sem jafnvel er efast um (Berglind Rós Magnúsdóttir, 2005). Ása notar þetta sem leið til að skilgreina námshæfni sína og greind að einhverju leyti. Hún er „ofarlega“ í bekknum, eins og hún orðar það, hvað greind varðar og notar fyrst og fremst einkunnir máli sínu til stuðnings, ólíkt Valdimari. Hér kemur fram mikilvægi þess að skoða þessi atriði í víðara samhengi, þ.e. hvaða stelpnahópar byggja samsemd sína og stöðu á einkunnum og hvað gerir það að verkum að þær gera það, í ljósi þess að kerfið umbunar ekki sérstaklega fyrir það, þ.e. yfirleitt skiptir ekki máli á Íslandi hvort nemendur fá „þokkalegar“ einkunnir eða mjög háar einkunnir fyrir mennta- eða starfsframa (Þorgerður Einars- dóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2005). Í vinnu í kringum þemaverkefnin í bekknum var ljóst að strákarnir tóku frumkvæðið þegar þeim hentaði og þegar það gaf þeim virðingarsess, svo sem eins og að „bjóða sig fram til borgarstjóra“. Ása talar um að hún hafi oftast þurft að taka frumkvæðið í hópavinnunni en þegar þemaverkefnið snýst um eitthvað sem þeir telja eftirsóknarvert eða virðingarvert vilja þeir vera í aðalhlutverkum. Sumar hefðbundnar rannsóknir á menningarauðmagni sýna að stelpur hafa síst minna af hlutbundnu menningarauðmagni eins og það hefur oftast verið mælt (DiMaggio, 1982; Dumais, 2002) en svo virðist sem þær nái síður að skapa sér virðingarsess með því. Kannski er ástæðan sú að þær virðast ekki hafa eins mikið rými til að sækjast eftir athygli og aðdáun fyrir það sem þær geta eða kunna. Ótti við að vera stimplaðar athyglissjúkar eða að þær væru búnar að stjórna svo miklu fram að því var ein ástæðan sem sumar stelpurnar nefndu fyrir því að engin stelpa skyldi vera valin sem borgarstjóraefni. Því má leiða getum að því að einkunnir séu leið þeirra til að sýna á „hógværan“ hátt fram á getu sína. Námshegðun leiðtoga í unglingabekk 7 Sem í skilningi þeirra er að fá ekki 9 eða 10 í einkunn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.